Innlent

Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjör­leifs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Brynja Þrastardóttir er ekkja Hjörleifs Hauks.
Brynja Þrastardóttir er ekkja Hjörleifs Hauks. Hanna Björg

Velunananar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Haks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. 

„Eins og flestum er kunnugt þá lést Hjörleifur Haukur Guðmundsson við hræðilegar aðstæður í mars sl. Brynja Þrastardóttir ekkja hins látna hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll og sorg eins og gefur að skilja. Brynja hefur staðið þessar raunir af sér af miklum styrk og ærðuleysi,“ skrifar Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, annar velunnara Brynju, í færslu á Facebook.

Þar auglýsir Hanna söfnun sem hún og Guðrún Helgadóttir hafa sett á laggirnar í þágu Brynju.

Þeir sem vilja styrkja Brynju er bent á bankareikning:

0370 13 028229

Kt. 040765-5819

„Nú er staðan sú að Brynja þarf að mæta fjárhagslegum áskorunum, sem ekki voru fyrirséðar og tengjast erfðamálum. Velunnarar Brynju standa nú fyrir söfnun til að auðvelda henni þessa óvæntu vegferð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×