„Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2025 19:58 Eygló Guðmundsdóttir, vill að foreldrar langveikra barna sé gripnir betur og fyrr. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast. Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“ Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Félagið Umhyggja stóð í dag fyrir málþingi um álag sem foreldrar langveikra barna búa við. Á meðal þeirra sem héldu erindi var Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Sonur hennar Benjamín greindist með krabbamein aðeins nokkurra vikna gamall og hann lést aðeins tólf ára eftir erfið veikindi. Hún segir gríðarlegt álag fylgja því að eiga langveikt barn. Foreldrar barnanna standi ekki aðeins þriðju vaktina heldur þá fjórðu líka. „Þú ert með algjörlega risastórt verkefni. Við vorum auðvitað á vaktinni twenty four seven. Alltaf. Allan sólarhringinn. Við vorum náttúrulega að gefa öll lyf. Við vorum komin með súrefniskúta heim. Ef við erum að tala um þriðju vaktina, þetta með hver á að skipuleggja skíðabuxurnar eða hvernig sem það er sagt, ég er ekki að gera lítið úr því, getur þú ímyndað þér hvernig það er að vera með einn í fjölskyldunni sem krefst stöðugs utanumhalds alveg sama á hvaða mælikvarða það er.“ Eygló hefur gert fjölda rannsókna og segir einkenni áfallastreitu geta verið merki um örmögnun hjá foreldrum langveikra barna. „Þú bara gengur upp að herðablöðum eða hvað sem við viljum kalla það. Þú vilt gefa barninu þínu bestu lífsmöguleika og lífsvæði sem þú getur. Ef þú ímyndar þér að þú værir í fjórum öðrum vinnum, svona sirka kannski, fer eftir því á hvaða stað barnið þitt er. Þetta er auðvitað bara full vinna að sinna þessu.“ Frá fundi Umhyggju í dag.Vísir/Sigurjón Þá telur hún brýnt að koma fólki til aðstoðar við þessar aðstæður sem fyrst. „Þegar börnin okkar koma inn í kerfið, alveg sama hvað þau eru greind með, þá þyrfti að vera einhvers konar miðlægt kerfi sem að grípur fjölskylduna. Síðan er bara mismunandi hvað hver og ein fjölskylda þarf út frá mismunandi ástandi. Þegar þú kemur inn þá flaggar eitthvað í kerfinu og kerfið tekur utan um þig. Þú átt ekki að þurfa að biðja um það.“
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira