„Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 19:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gaman að Arsenal-liðinu þó liðið sæti gagnrýni fyrir varnarsinnaðan leik. Magnað gengi Arsenal var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gær. Arsenal vann 3-0 sigur á Slaviu Prag frá Tékklandi og virtist liðið hafa lítið fyrir því. Varnarleikur Skyttanna hefur verið þeirra aðalsmerki á leiktíðinni en liðið er með markatöluna 17-0 í síðustu átta leikjum. Klippa: Arnar og Baldur ræða Arsenal „Þeir þurfa bara að vinna leiki. Þeir eru með fáránlega fáar sendingar af toppliði að vera. En þeim er skítsama,“ segir Arnar. „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti. Mér finnst þeir góðir í öllum atriðum leiksins. Þeir geta haldið í bolta mjög vel, geta pressað mjög vel og föstu leikatriðin til fyrirmyndar. Það sem ég er hrifnastur af er að þeir spila svo sterkan varnarleik, þá meina ég allir,“ segir Arnar og bætir við: „Arsenal er fyrst og fremst með frábæra einstaklinga. Arteta hefur fengið þá til að trúa á liðsheildina og hvað varnarleikur skiptir miklu máli til að reyna að vinna þessa titla.“ Baldur Sigurðsson segir liðið einnig betur í stakk búið til að takast á við meiðsli en á síðustu leiktíð. Sjö leikmenn voru frá vegna meiðsla í gær en aðrir stigu upp. „Vesenið í fyrra var að það þyrfti að styrkja sóknarleikinn í janúar með að kaupa níu. Það var ekki bara að þeir styrktu sig með níu heldur keyptu þeir Eze líka og fleiri. Nú finnst manni liðið vera fullkomnað. Það er dramatískt orð, en á öllum vígstöðvum mega þeir við meiðslum,“ segir Baldur. Fleira kemur fram í umræðunni úr Meistaradeildarmörkunum sem má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin eru á sínum stað í kvöld. Messan hefst klukkan 19:30 þar sem Gummi Ben, Kjartan Henry og Albert Brynjar munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis í beinni. Leikirnir verða allir gerðir upp í lok kvölds í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Varnarleikur Skyttanna hefur verið þeirra aðalsmerki á leiktíðinni en liðið er með markatöluna 17-0 í síðustu átta leikjum. Klippa: Arnar og Baldur ræða Arsenal „Þeir þurfa bara að vinna leiki. Þeir eru með fáránlega fáar sendingar af toppliði að vera. En þeim er skítsama,“ segir Arnar. „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti. Mér finnst þeir góðir í öllum atriðum leiksins. Þeir geta haldið í bolta mjög vel, geta pressað mjög vel og föstu leikatriðin til fyrirmyndar. Það sem ég er hrifnastur af er að þeir spila svo sterkan varnarleik, þá meina ég allir,“ segir Arnar og bætir við: „Arsenal er fyrst og fremst með frábæra einstaklinga. Arteta hefur fengið þá til að trúa á liðsheildina og hvað varnarleikur skiptir miklu máli til að reyna að vinna þessa titla.“ Baldur Sigurðsson segir liðið einnig betur í stakk búið til að takast á við meiðsli en á síðustu leiktíð. Sjö leikmenn voru frá vegna meiðsla í gær en aðrir stigu upp. „Vesenið í fyrra var að það þyrfti að styrkja sóknarleikinn í janúar með að kaupa níu. Það var ekki bara að þeir styrktu sig með níu heldur keyptu þeir Eze líka og fleiri. Nú finnst manni liðið vera fullkomnað. Það er dramatískt orð, en á öllum vígstöðvum mega þeir við meiðslum,“ segir Baldur. Fleira kemur fram í umræðunni úr Meistaradeildarmörkunum sem má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin eru á sínum stað í kvöld. Messan hefst klukkan 19:30 þar sem Gummi Ben, Kjartan Henry og Albert Brynjar munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis í beinni. Leikirnir verða allir gerðir upp í lok kvölds í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira