Lífið

Klettaskóli og Langholtsskóli á­fram í úr­slit Skrekk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Úr atriði Klettaskóla.
Úr atriði Klettaskóla. Anton Bjarni

Klettaskóli og Langholtsskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi sem fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld miðvikudagskvöld.

Átta grunnskólar tóku þátt en það voru Dalskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Klettaskóli, Langholtsskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli

Í úrslit komust Klettaskóli með atriðið Sirkus stjörnur sem fjallar um sirkus með sirkusstjóra sem segir brandara og kynnir hin ýmsu atriði og Langholtsskóli með atriðið Meira en nóg sem fjallar um yfirtöku mannsins á jörðinni og meðferð hans á dýrum og náttúrunni sem einkennist af græðgi og yfirgangi.

248 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í atriðunum í kvöld. Í heildina er 742 þátttakendur í Skrekk í ár. Úrslit fara fram 10. nóvember. 

Anton Bjarni

Anton Bjarni

Anton Bjarni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.