Sport

Eig­andi Nott.Forest á­kærður fyrir tengsl við glæpa­gengi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evangelos Marinakis er þegar búinn að reka tvo knattspyrnustjóra Nottingham Forest á þessu tímabili sem er ekki einu sinni hálfnað.
Evangelos Marinakis er þegar búinn að reka tvo knattspyrnustjóra Nottingham Forest á þessu tímabili sem er ekki einu sinni hálfnað. Getty/Molly Darlington

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, kom fyrir rétt í Aþenu, vegna þess að hann er sakaður um að hvetja til ofbeldis í tengslum við fótboltaleiki og styðja við glæpasamtök.

Hinn 58 ára gamli Marinakis, sem einnig á gríska liðið Olympiacos, er ásamt fjórum öðrum stjórnarmönnum sakaður um tvö brot. Þau eru að hvetja til ofbeldis með yfirlýsingum gegn yfirvöldum og að styðja við glæpahóp á árunum 2019 til 2024.

Marinakis, sem lögmaður hans Vassilis Dimakopoulos kom fram fyrir í réttinum, og aðrir stjórnarmenn Olympiacos hafa vísað ákærunum á bug og kallað þær tilefnislausar.

„Ásakanirnar eru algjörlega tilhæfulausar,“ sagði lögmaður Marinakis við BBC Sport.

Alls eru 142 stuðningsmenn ákærðir fyrir aðild að glæpasamtökum og fyrir að hafa valdið lífshættulegum sprengingum á íþróttaviðburðum. Sjö þeirra eru ákærðir fyrir að stýra glæpasamtökunum. Þeir hafa allir neitað sök.

Ákærurnar stafa af banvænum áverkum sem hinn 31 árs gamli óeirðalögreglumaður George Lyngeridis hlaut þegar hann lést fyrir utan blakleik kvenna milli Olympiacos og Panathinaikos árið 2023.

Lyngeridis varð fyrir blysi í átökunum og lést af sárum sínum vikum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×