Viðskipti innlent

Ráðin for­stöðu­kona Þjónustu Veitna

Atli Ísleifsson skrifar
Halldóra Guðrún Hinriksdóttir.
Halldóra Guðrún Hinriksdóttir.

Halldóra Guðrún Hinriksdóttir er ný forstöðukona þjónustu Veitna.

Í tilkynningu segir að hún muni leiða vegferð Veitna í að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina enn frekar með nýskapandi hugsun og lausnum.

„Halldóra er með MBA gráðu frá Edinborgarháskóla með áherslu á stefnumótun og fjármál. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands hf., JCC ehf og hjá Landsbankanum. 

Hún hefur meira en 20 ára reynslu af stjórnun og forystu og hefur sérhæft sig í stefnumótun, verkefna- og breytingastjórnun ásamt straumlínustjórn,“ segir í tilkynningunni. 

Um Veitur segir að það sé dótturfyrirtæki Orkuveitunnar og þjónusti ríflega 70 prósent landsmanna. „Veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls 9.000 km að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Veitur hafa frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×