Hannes í víking með gamansama glæpamynd Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. nóvember 2025 16:09 Hannes Þór Halldórsson hefur leikstýrt þáttunum um Iceguys og kvikmyndinni Leynilöggu. Iceguys Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári. Breska kvikmyndatímaritiðScreendaily greinir frá fregnunum. Fram kemur að um glæpamynd með gamansömu ívafi sé að ræða en myndin fjallar um einstæðan föður sem í örvæntingu sinni leggur á ráðin um að ræna fótboltaliði í efstu deild í Danmörku. Auk þess að leikstýra skrifar Hannes handritið ásamt Davíð Gill Jónssyni og Ninu Pedersen. Birgitta Björnsdóttir og Þórir Snær Sigurjónsson framleiða myndina fyrir Zik Zak með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Danska kvikmyndadrefingarfyrirtækið Scanbox Entertainment, sem Þórir stýrir, mun dreifa myndinni á Norðurlöndunum og taka þátt í framleiðslu. Þrífst þar sem húmor og hasar mætast Hannes hefur reynslu af því að blanda saman hasar og húmor, þar má nefna Leynilögguna og sjónvarpsþættina Iceguys. Þá hefur hann leikstýrt gamanþáttunum Bannað að hlæja auk fjölda auglýsinga. „Eins og Leynilöggan og Iceguys sýna, þá þrífst ég þar sem húmor, hasar á stórum skala og kröftug frásögn mætast,“ segir Hannes Þór í tilkynningu. „Með þessari sögu sá ég tækifæri til að taka þennan kvikmyndakokteil, sem við sjáum sjaldan í íslenskri kvikmyndagerð, og færa hann á stærra og alþjóðlegra svið.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Danmörk Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Breska kvikmyndatímaritiðScreendaily greinir frá fregnunum. Fram kemur að um glæpamynd með gamansömu ívafi sé að ræða en myndin fjallar um einstæðan föður sem í örvæntingu sinni leggur á ráðin um að ræna fótboltaliði í efstu deild í Danmörku. Auk þess að leikstýra skrifar Hannes handritið ásamt Davíð Gill Jónssyni og Ninu Pedersen. Birgitta Björnsdóttir og Þórir Snær Sigurjónsson framleiða myndina fyrir Zik Zak með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Danska kvikmyndadrefingarfyrirtækið Scanbox Entertainment, sem Þórir stýrir, mun dreifa myndinni á Norðurlöndunum og taka þátt í framleiðslu. Þrífst þar sem húmor og hasar mætast Hannes hefur reynslu af því að blanda saman hasar og húmor, þar má nefna Leynilögguna og sjónvarpsþættina Iceguys. Þá hefur hann leikstýrt gamanþáttunum Bannað að hlæja auk fjölda auglýsinga. „Eins og Leynilöggan og Iceguys sýna, þá þrífst ég þar sem húmor, hasar á stórum skala og kröftug frásögn mætast,“ segir Hannes Þór í tilkynningu. „Með þessari sögu sá ég tækifæri til að taka þennan kvikmyndakokteil, sem við sjáum sjaldan í íslenskri kvikmyndagerð, og færa hann á stærra og alþjóðlegra svið.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Danmörk Mest lesið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Scary Movie-stjarna látin Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira