Fótbolti

Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistara­slagnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Jeremy Doku reyndist varnarmönnum Liverpool erfiður í dag
Jeremy Doku reyndist varnarmönnum Liverpool erfiður í dag EPA/ADAM VAUGHAN

Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City og Liverpool, mættust í Manchester í dag þar sem gestirnir sáu aldrei til sólar í rigningunni í Manchester.

City fór að lokum með nokkuð sannfærandi 3-0 sigur af hólmi þrátt fyrir að Erling Haaland hafi brennt af víti og Virgil van Dijk jafnað í 1-1 með marki sem dæmt var af vegna rangstöðu.

Aron Guðmundsson fór yfir allt það helsta úr leiknum í íþróttafréttum kvöldsins á Sýn og má sjá mörkin og meira til í spilaranum hér að neðan.

Þá má lesa allt það helsta um leikinn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Enginn varið fleiri víti en Mamar­das­hvili

Giorgi Mamardashvili tók sig til og varði vítaspyrnu frá Erling Haaland nú rétt áðan í leik Manchester City og Liverpool en þetta var sjötta vítaspyrnan sem Mamardashvili ver á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×