Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 10:00 Lewis Hamilton ætlaði að upplifa drauminn með að keyra fyrir Ferrari en tímabilið hefur breyst í martröð. Getty/Kym Illman Lewis Hamilton hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Ferrari í formúlu 1 og ekki batnaði það neitt í brasilíska kappakstrinum um helgina. Hamilton náði aðeins þrettánda sæti í tímatökunni og keyrði svo aftan á Franco Colapinto hjá Alpine í lok fyrsta hringsins í keppninni. Sjöfaldi heimsmeistarinn braut framvænginn, datt niður í síðasta sæti og neyddist svo til að hætta keppni vegna óbætanlegra skemmda sem hann hlaut í árekstrinum. Dómarar keppninnar úrskurðuðu ofan á allt saman að hann bæri sjálfur fulla ábyrgð á árekstrinum. Hamilton fékk því fimm sekúndna refsingu og eitt refsistig. „Þetta er martröð og ég hef lifað hana um stund,“ sagði hinn fertugi Lewis Hamilton eftir keppnina. „Sveiflan milli draumsins um að keyra fyrir þetta magnaða lið og svo martraðarinnar vegna úrslitanna sem við höfum fengið, hæðirnar og lægðirnar, þetta er krefjandi,“ sagði Hamilton. „Þessi helgi hefur verið hörmuleg og vonbrigði fyrir alla. Ég reyni að halda höfðinu yfir vatni og vera jákvæður,“ sagði Hamilton. Hamilton hefur nú ekki enn náð á verðlaunapall í 21 keppni fyrir Ferrari eða frá því hann flutti sig um set frá Mercedes með miklu fjaðrafoki. Hann er 66 stigum á eftir liðsfélaga sínum Charles Leclerc, sem var í þriðja sæti þegar hann féll úr keppni. Hamilton hélt áfram: „Charles stóð sig frábærlega í tímatökunni, svo það er einhver afkastageta í þeim bíl,“ sagði Hamilton og hann er ekki búinn að missa alla von. „Á þessum tímapunkti verð ég að trúa því að eitthvað komi út úr öllum þessum erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum. Ég er viss um að okkur er ætlað eitthvað jákvætt í framtíðinni,“ sagði Hamilton. „Kannski erum við að klára alla óheppnina okkar á þessu ári, hver veit? Við munum ekki gefast upp og komum aftur til leiks í næstu keppni,“ sagði Hamilton. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton náði aðeins þrettánda sæti í tímatökunni og keyrði svo aftan á Franco Colapinto hjá Alpine í lok fyrsta hringsins í keppninni. Sjöfaldi heimsmeistarinn braut framvænginn, datt niður í síðasta sæti og neyddist svo til að hætta keppni vegna óbætanlegra skemmda sem hann hlaut í árekstrinum. Dómarar keppninnar úrskurðuðu ofan á allt saman að hann bæri sjálfur fulla ábyrgð á árekstrinum. Hamilton fékk því fimm sekúndna refsingu og eitt refsistig. „Þetta er martröð og ég hef lifað hana um stund,“ sagði hinn fertugi Lewis Hamilton eftir keppnina. „Sveiflan milli draumsins um að keyra fyrir þetta magnaða lið og svo martraðarinnar vegna úrslitanna sem við höfum fengið, hæðirnar og lægðirnar, þetta er krefjandi,“ sagði Hamilton. „Þessi helgi hefur verið hörmuleg og vonbrigði fyrir alla. Ég reyni að halda höfðinu yfir vatni og vera jákvæður,“ sagði Hamilton. Hamilton hefur nú ekki enn náð á verðlaunapall í 21 keppni fyrir Ferrari eða frá því hann flutti sig um set frá Mercedes með miklu fjaðrafoki. Hann er 66 stigum á eftir liðsfélaga sínum Charles Leclerc, sem var í þriðja sæti þegar hann féll úr keppni. Hamilton hélt áfram: „Charles stóð sig frábærlega í tímatökunni, svo það er einhver afkastageta í þeim bíl,“ sagði Hamilton og hann er ekki búinn að missa alla von. „Á þessum tímapunkti verð ég að trúa því að eitthvað komi út úr öllum þessum erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum. Ég er viss um að okkur er ætlað eitthvað jákvætt í framtíðinni,“ sagði Hamilton. „Kannski erum við að klára alla óheppnina okkar á þessu ári, hver veit? Við munum ekki gefast upp og komum aftur til leiks í næstu keppni,“ sagði Hamilton. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira