Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. nóvember 2025 22:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær. Hún hefur ekki gefið kost á viðtali eftir það. Vísir/Egill Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lauk störfum sem ríkislögreglustjóri í gær eftir tæplega sex ára starf. Sigríður hefur hlotið mikla gagnrýni vegna Intra-málsins svokallaða sem snýst um að hún greiddi ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins samtals 160 milljónir króna í verktakagreiðslur á fimm ára tímabili, án útboðs. Tímakaupið var um 33 þúsund krónur, líka fyrir verslunarferðir í JYSK, val á píluspjaldi og símtöl. Tveimur dögum eftir að RÚV fór að grennslast fyrir um málið í vor var eigandi Intra ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Á sama tíma hafa verið uppsagnir þar, nú síðast í október. Ríflega tvær vikur eru síðan málið komst í hámæli í fjölmiðlum. Fyrstu dagana var greinilegt að ríkislögreglustjóri ætlaði að reyna að standa af sér storminn. „Ég hef ekki íhugað að segja af mér,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu þann 31. október. Sífellt fleiri stigu hins vegar fram og gagnrýndu hana vegna málsins. Dómsmálaráðherra átti nokkra fundi með henni og lýsti yfir alvarleika málsins eftir þá alla. Betra að hafa hana í vinnu en heima á launum Það var svo í gær sem Sigríður Björk lét dómsmálaráðherra vita af því að hún hefði ákveðið að láta af embætti. Dómsmálaráðherra segir það farsæla og rétta niðurstöðu. „Ég hef auðvitað verið býsna skýr um það að ég leit þetta mál alvarlegum augum og taldi að þetta hafði áhrif á hennar stöðu. Frumkvæðið að þessu samtali hennar um að hún myndi láta af embætti var hins vegar hennar. Hún hafði samband við mig í gær,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í dag. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna farsæla.Vísir/Ívar Fannar Sigríður var flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. „Hún heldur sínum launum út skipunartímann. Þetta er ekki atriði sem hægt er að semja um. Þannig eru okkar landslög samin og í því samhengi finnst mér jákvætt að niðurstaðan sé ekki sú að hún segi af sér embætti og sitji heima á launum að gera ekki neitt heldur verði að vinna fyrir þeim og í þágu mjög mikilvægra verkefna.“ Grímur settur ríkislögreglustjóri Dómsmálaráðherra hringdi í Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, og bauð honum starf ríkislögreglustjóra tímabundið í gær. Hann samþykkti og verður settur inn í embættið á föstudaginn. „Ég var að setja upp eldhúsinnréttingu heima og þá hringdi hún í mig og bar þetta upp. Ég þurfti að bregðast auðvitað skjótt við og ég er auðvitað bara þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir þessu. Þannig að svarið mitt var auðvitað bara já,“ segir Grímur. Grímur vildi lítið tjá sig um ákvörðun Sigríðar Bjarkar í dag. „Ég hef svo sem enga persónulega skoðun á því. Ég virði bara ákvörðunina.“ Staðgengill hans, Arndís Soffía Sigurðardóttir, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi nú þegar Grímur hefur fært sig yfir til embættis ríkislögreglustjóra. Hún segir þetta vera spennandi verkefni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Málflutningur dómsmálaráðherra sé villandi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í máli fyrrverandi ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og ekki sé hægt að tala um afsögn.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Skipun ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. 10. nóvember 2025 16:18
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00