Innlent

Fellaskóli sigraði Skrekk

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Úr atriði Fellaskóla.
Úr atriði Fellaskóla. Anton Bjarni

Fellaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri tilkynnti sigurvegarann en keppnin var haldin í Borgarleikhúsinu líkt og venjan er. 

Atriði Fellaskóla ber nafnið Þrýstingsbylgja. Atriðið fjallaði um álagið sem ungmenni upplifa í samfélaginu og mikilvægi þess að standa með sjálfum sér og elta sína drauma.

„Ég er ekki strengjabrúða,“ sagði voru lokaorð atriðsins.

Sjö grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu komust í úrslit og kepptust um verðlaunabikarinn. Meðal Fellaskóla voru Klettaskóli, Hagaskóli, Árbæjarskóli, Háteigsskóli, Breiðholtsskóli og Langholtsskóli. Þrjár undankeppnir voru haldnar þar sem samtals 742 nemendur tóku þátt fyrir hönd 25 skóla.

Salka Gústafsdóttir leikkona og Bjarni Kristbjörnsson leikaranemi sáu um að kynna atriðin en Herra Hnetusmjör steig einnig á svið og flutti lagið Elli Egils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×