Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2025 13:35 João Linneu. Aðsend Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur ráðið João Linneu í stöðu aðstoðarsköpunarstjóra (e. associate creative director). Í tilkynningu segir að João Linneu sé með áratuga reynslu að baki úr auglýsingabransanum víðs vegar um heim. „Hann hefur unnið með fremstu auglýsingastofum Suður-Ameríku og víðar og unnið verkefni fyrir stærstu hönnunar- og auglýsingastofur heims, eins og Ogilvy og Saatchi & Saatchi. João hefur sérhæft sig í vörumerkjauppbyggingu og stórum herferðum sem ætlað er að ná víðtækri dreifingu til breiðs markhóps. Á ferli sínum hefur hann unnið að verkefnum fyrir þekkt vörumerki víða í Evrópu auk þess hefur hann unnið fyrir helstu vörumerki Suður-Ameríku og Brasilíu sérstaklega. João hefur þegar hafið störf og nýlega hélt hann erindi á haustráðstefnu Ímark, þar sem hann lýsti sinni persónulegu sýn á vörumerki og vörumerkjauppbyggingu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, að það sé ekki á hverjum degi sem maður fái tækifæri til að ráða manneskju með viðlíka reynslu. „João hefur á sínum starfsferli náð miklum árangri í erfiðu samkeppnisumhverfi og við teljum að reynsla hans og sérfræðikunnátta muni gagnast íslenskum fyrirtækjum vel. Það verður spennandi að fylgjast með störfum hans og hvernig hann mun setja mark sitt á íslenskan markað,“ segir Elín Helga. Þá er haft eftir João Linneu að íslenskur markaður sé spennandi áskorun. „Ég hef búið hér um nokkurn tíma og hef því náð að kynnast menningu og samfélaginu vel. Hér er öflugt viðskiptalíf en á sama tíma náið umhverfi því er mikilvægt að leysa hvert verkefni með virðingu fyrir sérstöðu og uppruna. Ég hlakka til að vinna að því að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og sjá hvað við getum skapað saman hér á Hvíta húsinu,“ segir João Linneu. Leiðrétting: Upphaflega sagði í tilkynningu að Linneu hefði verið ráðinn sköpunarstjóri. Hið rétta er að hann hefur verið ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Í tilkynningu segir að João Linneu sé með áratuga reynslu að baki úr auglýsingabransanum víðs vegar um heim. „Hann hefur unnið með fremstu auglýsingastofum Suður-Ameríku og víðar og unnið verkefni fyrir stærstu hönnunar- og auglýsingastofur heims, eins og Ogilvy og Saatchi & Saatchi. João hefur sérhæft sig í vörumerkjauppbyggingu og stórum herferðum sem ætlað er að ná víðtækri dreifingu til breiðs markhóps. Á ferli sínum hefur hann unnið að verkefnum fyrir þekkt vörumerki víða í Evrópu auk þess hefur hann unnið fyrir helstu vörumerki Suður-Ameríku og Brasilíu sérstaklega. João hefur þegar hafið störf og nýlega hélt hann erindi á haustráðstefnu Ímark, þar sem hann lýsti sinni persónulegu sýn á vörumerki og vörumerkjauppbyggingu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, að það sé ekki á hverjum degi sem maður fái tækifæri til að ráða manneskju með viðlíka reynslu. „João hefur á sínum starfsferli náð miklum árangri í erfiðu samkeppnisumhverfi og við teljum að reynsla hans og sérfræðikunnátta muni gagnast íslenskum fyrirtækjum vel. Það verður spennandi að fylgjast með störfum hans og hvernig hann mun setja mark sitt á íslenskan markað,“ segir Elín Helga. Þá er haft eftir João Linneu að íslenskur markaður sé spennandi áskorun. „Ég hef búið hér um nokkurn tíma og hef því náð að kynnast menningu og samfélaginu vel. Hér er öflugt viðskiptalíf en á sama tíma náið umhverfi því er mikilvægt að leysa hvert verkefni með virðingu fyrir sérstöðu og uppruna. Ég hlakka til að vinna að því að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og sjá hvað við getum skapað saman hér á Hvíta húsinu,“ segir João Linneu. Leiðrétting: Upphaflega sagði í tilkynningu að Linneu hefði verið ráðinn sköpunarstjóri. Hið rétta er að hann hefur verið ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira