Körfubolti

Stjórinn sem skipti Doncic missir starfið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nico Harrison hefur ekki notið mikilla vinsælda í Dallas borg síðan hann ákvað að skipta Luka Doncic.
Nico Harrison hefur ekki notið mikilla vinsælda í Dallas borg síðan hann ákvað að skipta Luka Doncic. Austin McAfee/Icon Sportswire via Getty Images

Nico Harrison framkvæmdastjóri Dallas Mavericks hefur misst starfið. Ákvörðunin var tekin af stjórn félagsins í dag, aðeins um níu mánuðum eftir að ein óvæntustu skipti í sögu NBA deildarinnar áttu sér stað.

Luka Doncic var einn dáðasti sonur Dallas og kom Mavericks liðinu í úrslitaeinvígið á þarsíðasta tímabili en algjörlega upp úr þurru ákvað Nico Harrison að skipta honum til Los Angeles Lakers í staðinn fyrir Anthony Davis o.fl..

Skiptin í febrúar gerðu framkvæmdastjórann samstundis að óvinsælasta manni Dallas borgar og síðan þá hefur heyrst hrópað á hverjum einasta Mavericks leik: „Rekið Nico!“

https://www.visir.is/g/20252717193d/nico-harrison-attadi-mig-ekki-a-hversu-sterk-ast-theirra-a-luka-var

Hrópin heyrðust hátt í tapinu gegn Milwaukee Bucks um helgina en það var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum tímabilinu, Dallas Mavericks eru í næstneðsta sæti vesturdeildar NBA.

„Enginn sem tengist félaginu er ánægður með árangurinn það sem af er þessu tímabili, sem við bundum vonir við að yrði gott tímabil“ sagði stjórnarformaður félagsins, Patrick Dumont.

Hann minntist ekkert á Luka Doncic skiptin í yfirlýsingu sinni en sagði þó að væri „meðvitaður um hversu erfiðir síðustu mánuðir hafi verið… Markmiðið er að snúa aftur á sigurbraut og beina liðinu í átt að meistarabikarnum.“

https://x.com/BannedMacMahon/status/1988298410940600757?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1988298410940600757%7Ctwgr%5E47ed8b0834ccfa53e4052c538fb491714f776ea8%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.espn.com%2F

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×