„Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 14:01 Agla María er fyrirliði Íslandsmeistaranna. vísir Íslandsmeistarar Breiðabliks rúlla boltanum af stað í glænýrri Evrópubikarkeppni á Kópavogsvelli í kvöld. Fortuna Hjörring kemur í heimsókn og Blikafyrirliðinn Agla María Albertsdóttir er spennt að máta liðið við dönsku meistarana. „Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“ Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
„Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43