Þorleifur Kamban er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2025 13:37 Þorleifur Kamban lést í Kaupmannahöfn fyrsta dag nóvembermánaðar. Þorleifur Kamban Þrastarson, hönnuður og listamaður, er látinn, 43 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum. Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Þorleifur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1981 og lést í Kaupmannahöfn 1. nóvember síðastliðinn. „Foreldrar Þorleifs eru Gerður Sjöfn Ólafsdóttir táknmálstúlkur og Þröstur Kamban Sveinbjörnsson vélstjóri. Bræður hans eru Sindri Rafn og Eyþór Kamban. Eftirlifandi unnusta Þorleifs er Andrea Eyland. Börn Þorleifs eru Sara Kamban, Sóley Eyland, Eldey, Kári, Björgey, Hrafnkell Kamban, Týr, Ylur og Varmi. Andrea og Þorleifur.Vísir/Vilhelm Þorleifur ólst upp í Efra-Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla og nam rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann nam grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist árið 2016. Þorleifur starfaði lengi á auglýsingastofunni Jónsson & Le‘macks. Samhliða vann hann að ótal mörgum verkefnum enda einstaklega fjölhæfur og skapandi, knúinn áfram af róttækum hugmyndum og stöðugri forvitni. Þorleifur var mikill ævintýramaður, elskaði ferðalög, veiði og var mikill náttúruunnandi. Hann var skapari af ástríðu og listsköpun hans kom fram í ótal formum svo sem myndlist, tónlist, myndbandsverkum og ljósmyndum. Allt lék í höndunum á honum og hann hannaði og smíðaði allt frá ljósum upp í níu metra hátt A-hýsi í Ölfusi. Hann hlaut tvenn FÍT verðlaun: fyrir hönnun á safnplötu hljómsveitarinnar Grafík árið 2012; og fyrir veggspjald ársins 2015 fyrir sýninguna Bláskjár. Hann fékk viðurkenningu FÍT árið 2017 fyrir hönnun bókarinnar Kviknar. Þorleifur og Andrea unnu saman að því síðustu árin að skapa fræðslu í ýmsum myndum og miðlum fyrir foreldra. Þorleifur hannaði og skapaði útlit heimildarþáttaraðanna Líf kviknar frá 2018 og Líf dafnar frá 2021. Líf kviknar var valinn mannlífþáttur ársins á Edduverðlaununum 2019 og tilnefndur sem sjónvarpsefni ársins,“ segir í tilkynningunni frá aðstandendum.
Andlát Tengdar fréttir „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
„Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast. 26. september 2022 10:31