Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Gunnar Ormslev er að standa sig vel í Fantasy-leiknum á þessu tímabili. @gunnarormslev Albert Þór Guðmundsson fékk góðan gest í nýjasta þáttinn af Fantasýn en þar var á ferðinni einn heitasti Fantasy-spilari landsins það sem af er tímabilinu. Sjónvarpslýsandinn góðkunni Gunnar Ormslev kom í þáttinn en hann situr eins og sakir standa í fimmta sæti á Íslandi. Albert og Gunnar fóru yfir ótrúlegt tímabil hjá Gunnari hingað til, ræddu elleftu umferðir og spáðu í spilin fyrir framhaldið. Það er ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni þar sem það er landsleikjahlé og það þýðir bara meiri tími fyrir pælingar. Fimmta sæti á Íslandi „Við ættum kannski að fara að kíkja á liðið þitt. Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan, þá situr þú í fimmta sæti á Íslandi sem er nú bara eftirsóknarverður árangur,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Við fórum svona aðeins yfir hvaða pikk hafa verið að hitta hjá þér hingað til. Eigum við kannski að fara bara yfir liðið þitt eins og það stendur núna og hvernig það leit út í þessari leikviku? Kannski er aðalfréttin fyrir mér var að þú valdir ekki Haaland sem fyrirliða,“ sagði Albert. Ákvað að taka bara svona pínu séns „Hann er oft svolítið happa, glappa í stóru leikjunum. Þannig að ég ákvað að taka bara svona pínu séns, setja fyrirliðabandið á Bruno [Fernandes]. Ég var að hugsa um annaðhvort Bruno eða [Bryan] Mbeumo,“ sagði Gunnar Ormslev. Gunnar fór síðan yfir allt liðið sitt. „Þetta var ein versta vikan mín hingað til en samt fór ég upp um sæti sem er galið. Ég hafði það á tilfinningunni út frá því hvernig leikirnir þróuðust þessa helgina að þetta væri svona vika þar sem menn væru almennt að fá lítið,“ sagði Gunnar. „Ég átti eftir að athuga hvað þú værir mörgum stigum frá toppnum á Íslandi. Við erum að tala um að þú sért bara nítján stigum frá toppnum,“ sagði Albert. „Ættum við að setja mini-markmið? Efstur fyrir áramót,“ spurði Albert. „Já, já. Ég er alveg til í það. Það er komið smá keppnisskap í mig. Ég efast þó um að ég fari það mikið all-in að ég fari að fylgja þrjátíu mismunandi gæjum á X-inu sem eru að spekúlera,“ sagði Gunnar. Þú hlustar bara á þennan þátt „Þú hlustar bara á þennan þátt, það er nóg,“ skaut Albert inn í. „Ég þarf að fara að hlusta meira. Það er rétt og fá tips hér,“ sagði Gunnar. „Eða bara að halda áfram að gera það sem þú ert að gera, það virðist vera að ganga ágætlega,“ sagði Albert. Fer bara eftir tilfinningu „Ég er búinn að vera að spila þetta svolítið eftir eyranu. Fer bara eftir tilfinningu,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt um liðið hans og hvernig hann sér Fantasy-leikinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn heitir að þessu sinni: Góð vika til að eiga slæma viku. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Sjónvarpslýsandinn góðkunni Gunnar Ormslev kom í þáttinn en hann situr eins og sakir standa í fimmta sæti á Íslandi. Albert og Gunnar fóru yfir ótrúlegt tímabil hjá Gunnari hingað til, ræddu elleftu umferðir og spáðu í spilin fyrir framhaldið. Það er ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni þar sem það er landsleikjahlé og það þýðir bara meiri tími fyrir pælingar. Fimmta sæti á Íslandi „Við ættum kannski að fara að kíkja á liðið þitt. Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan, þá situr þú í fimmta sæti á Íslandi sem er nú bara eftirsóknarverður árangur,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Við fórum svona aðeins yfir hvaða pikk hafa verið að hitta hjá þér hingað til. Eigum við kannski að fara bara yfir liðið þitt eins og það stendur núna og hvernig það leit út í þessari leikviku? Kannski er aðalfréttin fyrir mér var að þú valdir ekki Haaland sem fyrirliða,“ sagði Albert. Ákvað að taka bara svona pínu séns „Hann er oft svolítið happa, glappa í stóru leikjunum. Þannig að ég ákvað að taka bara svona pínu séns, setja fyrirliðabandið á Bruno [Fernandes]. Ég var að hugsa um annaðhvort Bruno eða [Bryan] Mbeumo,“ sagði Gunnar Ormslev. Gunnar fór síðan yfir allt liðið sitt. „Þetta var ein versta vikan mín hingað til en samt fór ég upp um sæti sem er galið. Ég hafði það á tilfinningunni út frá því hvernig leikirnir þróuðust þessa helgina að þetta væri svona vika þar sem menn væru almennt að fá lítið,“ sagði Gunnar. „Ég átti eftir að athuga hvað þú værir mörgum stigum frá toppnum á Íslandi. Við erum að tala um að þú sért bara nítján stigum frá toppnum,“ sagði Albert. „Ættum við að setja mini-markmið? Efstur fyrir áramót,“ spurði Albert. „Já, já. Ég er alveg til í það. Það er komið smá keppnisskap í mig. Ég efast þó um að ég fari það mikið all-in að ég fari að fylgja þrjátíu mismunandi gæjum á X-inu sem eru að spekúlera,“ sagði Gunnar. Þú hlustar bara á þennan þátt „Þú hlustar bara á þennan þátt, það er nóg,“ skaut Albert inn í. „Ég þarf að fara að hlusta meira. Það er rétt og fá tips hér,“ sagði Gunnar. „Eða bara að halda áfram að gera það sem þú ert að gera, það virðist vera að ganga ágætlega,“ sagði Albert. Fer bara eftir tilfinningu „Ég er búinn að vera að spila þetta svolítið eftir eyranu. Fer bara eftir tilfinningu,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt um liðið hans og hvernig hann sér Fantasy-leikinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn heitir að þessu sinni: Góð vika til að eiga slæma viku.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira