Viðskipti innlent

Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði

Árni Sæberg skrifar
Fæstir vilja sjá auglýsingar þegar þeir horfa á Rúv.
Fæstir vilja sjá auglýsingar þegar þeir horfa á Rúv. Vísir/Vilhelm

Aðeins 27 prósent svarenda nýrrar könnunnar segjast hlynnt því að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði. 36 prósent svarenda segjast ekki hafa skoðun á málinu og 38 prósent segjast andvíg veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.

Þetta kemur fram í könnun Maskínu, sem framkvæmd var dagana 22. til 27. október. Spurningin var hvort svarendur væru hlynntir eða andvígir því að Rúv sé á auglýsingamarkaði. Svarendur voru 963.

Maskína

Fæstir í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, segjast hlynntir, eða 15,9 prósent. Stuðningurinn fer svo vaxandi eftir því sem ofar er farið í aldursflokkunum. 37 prósent 60 ára og eldri segjast hlynnt veru Rúv á auglýsingamarkaði. 30 til 39 ára svarendur eru andvígastir, eða 41,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×