Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2025 11:52 Ljóst má vera að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað. Vísir/Vilhelm Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða. Fram kemur að þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið að minnsta kosti 1.037 í nýliðnum októbermánuði samkvæmt bráðabirgðatölum úr mælaborði HMS um veltu og fjölda kaupsamninga. „Til samanburðar voru þinglýstir kaupsamningar 985 talsins í septembermánuði. Fjölgun kaupsamninga milli mánaða í október virðist að mestu leyti drifin áfram af lögaðilum sem kaupendum, þó samningum þar sem einstaklingar voru kaupendur hafi jafnframt fjölgað lítillega milli mánaða. Nokkur tími getur liðið frá því að lánsumsókn er samþykkt þar til kaupsamningur er undirritaður. Þeir kaupsamningar sem dagsettir eru í seinni hluta októbermánaðar geta því varðað viðskipti sem áttu sér stað áður en vaxtadómurinn féll og aðgengi að lánsfjármagni var takmarkað. Lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað á síðustu vikum Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa skert lánaframboð sitt vegna vaxtamálsins og er nú hvergi hægt að taka verðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Samhliða tilkynningum um breytt lánaframboð lækkuðu bankarnir hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán niður í 50%, en sú breyting er í samræmi við innleiðingu CRR III reglugerðarinnar sem kveður á um breyttar áhættuvogir fyrir íbúðalán eftir veðhlutföllum. Minna lánaframboð og lægra hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán er ígildi vaxtahækkunar fyrir fyrstu kaupendur, sem taka lán með mikilli veðsetningu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á vaxtakjörum fyrir og eftir breytingar fyrir lán með 70% veðhlutfall eftir lánastofnunum og tegund lána. Ofangreindar breytingar eru ekki til þess fallnar að bæta lánakjör á íbúðalánum heldur frekar að rýra lánakjör, a.m.k. á lánum með veðhlutfall yfir 50%. Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum frá Landsbankanum hækka um 1 prósentustig og fastir óverðtryggðir vextir hækka um 0,05 – 0,31 prósentustig hjá bönkunum þremur. Fastir vextir af verðtryggðum lánum hækka hins vegar um 0,3 – 0,41 prósentustig hjá bönkunum,“ segir á vef HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Fram kemur að þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið að minnsta kosti 1.037 í nýliðnum októbermánuði samkvæmt bráðabirgðatölum úr mælaborði HMS um veltu og fjölda kaupsamninga. „Til samanburðar voru þinglýstir kaupsamningar 985 talsins í septembermánuði. Fjölgun kaupsamninga milli mánaða í október virðist að mestu leyti drifin áfram af lögaðilum sem kaupendum, þó samningum þar sem einstaklingar voru kaupendur hafi jafnframt fjölgað lítillega milli mánaða. Nokkur tími getur liðið frá því að lánsumsókn er samþykkt þar til kaupsamningur er undirritaður. Þeir kaupsamningar sem dagsettir eru í seinni hluta októbermánaðar geta því varðað viðskipti sem áttu sér stað áður en vaxtadómurinn féll og aðgengi að lánsfjármagni var takmarkað. Lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað á síðustu vikum Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa skert lánaframboð sitt vegna vaxtamálsins og er nú hvergi hægt að taka verðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Samhliða tilkynningum um breytt lánaframboð lækkuðu bankarnir hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán niður í 50%, en sú breyting er í samræmi við innleiðingu CRR III reglugerðarinnar sem kveður á um breyttar áhættuvogir fyrir íbúðalán eftir veðhlutföllum. Minna lánaframboð og lægra hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán er ígildi vaxtahækkunar fyrir fyrstu kaupendur, sem taka lán með mikilli veðsetningu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á vaxtakjörum fyrir og eftir breytingar fyrir lán með 70% veðhlutfall eftir lánastofnunum og tegund lána. Ofangreindar breytingar eru ekki til þess fallnar að bæta lánakjör á íbúðalánum heldur frekar að rýra lánakjör, a.m.k. á lánum með veðhlutfall yfir 50%. Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum frá Landsbankanum hækka um 1 prósentustig og fastir óverðtryggðir vextir hækka um 0,05 – 0,31 prósentustig hjá bönkunum þremur. Fastir vextir af verðtryggðum lánum hækka hins vegar um 0,3 – 0,41 prósentustig hjá bönkunum,“ segir á vef HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent