Íslenski boltinn

Rosenörn yfir­gefur FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mathias Rosenörn rær á ný mið eftir eitt tímabil hjá FH.
Mathias Rosenörn rær á ný mið eftir eitt tímabil hjá FH. vísir/ernir

FH teflir fram nýjum markverði á næsta tímabili en Mathias Rosenörn er á förum frá félaginu.

FH greindi frá brotthvarfi Rosenörns á samfélagsmiðlum í dag.

Rosenörn kom til FH frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil. Hann lék 26 af 27 leikjum liðsins í Bestu deildinni.

Rosenörn, sem er 32 ára Dani, kom upphaflega hingað til lands fyrir tveimur árum og lék þá með Keflavík. Hann fór svo til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2024.

FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari FH en búist er við því að Jóhannes Karl Guðjónsson taki við starfi hans.

Auk Rosenörns hefur Einar Karl Ingvarsson einnig yfirgefið FH. Hann lék 25 leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×