Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:12 Skipulögð brotastarfsemi verður sífellt umfangsmeiri á Íslandi. Vísir/Ívar Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“ Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“
Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent