Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Renata Emilsson Pesková skrifa 16. nóvember 2025 07:02 „Allt fólk á jörðinni á sér móðurmál“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum, í tilefni Alþjóðadags móðurmála árið 2014 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2020). Móðurmál eru hluti af því hver við erum, þau eru hluti af sjálfsmynd fólks. Ég er stolt af móðurmáli mínu og mér líður illa ef einhver talar illa um móðurmálið mitt. Þetta á við um allt fólk og öll tungumál. Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur með það að markmiði að minna á og halda á lofti mikilvægi íslenskrar tungu fyrir íslenskt samfélag. Á þessum degi er athyglinni beint að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðlíf og menningu. Íslenska er móðurmál mikils meirihluta þeirra sem búa á Íslandi auk fjölmargra sem búa erlendis. Á Íslandi býr einnig stór hópur fólks sem hefur önnur tungumál að móðurmáli en samkvæmt tölum Hagstofu Íslands (2025) eru um 16.2% allra grunnskólanemenda með annað móðurmál en íslensku. Þessi nemendahópur lifir í fjöltyngdum veruleika, talar t.d. eitt eða fleiri erlend móðurmál við fjölskyldu sína og vini (eða les og hlustar) og íslensku í skólanum og á öðrum vettvangi íslensks samfélags. Fyrir sum þessara barna, sérstaklega þau sem fædd eru hérlendis, er íslenskan jafnvel eitt af móðurmálum þeirra. Í menntastefnu ríkisins til 2030 segir: Ísland er fjölmenningarsamfélag sem nýtir þá auðlind sem felst í fjölmenningarlegu skólastarfi, fagnar margbreytileika nemenda og nýtir til að efla samfélagið. Í þeim anda er í aðalnámskrám leik- og grunnskóla lögð áhersla á að eitt meginhlutverk skólans sé að kenna og styðja samskipti á íslensku, en jafnframt virða og efla fjölbreytt tungumál barna. Öll fjöltyngd börn hafa rétt á að læra tungumál samfélagsins, rétt til að viðhalda eigin móðurmáli og rétt til menntunar og þessi réttindi eru órjúfanleg og gilda samtímis, alltaf (Gollifer o.fl., 2023). Þessi réttur er staðfestur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en önnur grein sáttmálans ver börn gegn mismunun vegna tungumála og þrítugasta greinin tekur af allan vafa um réttinn til að viðhalda eigin menningu og tala sitt tungumál (https://www.barnasattmali.is/). Önnur móðurmál en íslenska innan veggja skólans Með sívaxandi fjölda nemenda sem eiga sér önnur móðurmál en íslensku hafa kennarar í íslenskum skólum þurft að bregðast við fjöltyngdum veruleika skólasamfélagsins. Þau viðbrögð tengjast að stærstum hluta kennslufræði og hvernig þekkingu er miðlað til nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Hvernig að því er staðið litast ekki síður af undirliggjandi hugmyndum skólafólks um hvernig máltileinkun og tungumálanám fara fram. Á þetta við á öllum skólastigum og ætti strax á fyrsta degi í leikskóla að byrja að styðja við samskipti og markvisst nám í íslensku og huga að samstarfi við foreldra um fjöltyngi barna þeirra. Á degi íslenskrar tungu, langar okkur sem þetta skrifum, að draga athyglina að viðbrögðum sem einkennast af því að banna nemendum að tala móðurmál sín í íslenskum skólum en því miður heyrum við enn um slík dæmi. Mögulega byggja þær ákvarðanir á óvissu og misskilningi þegar kemur að hlutverki móðurmála barna í námi þeirra og þátttöku í skólastarfi og samfélagi. Þar sem ólík tungumál mætast upplifir fólk oft óöryggi vegna skorts á gagnkvæmum skilningi. Þá er oft gripið til þess að útiloka og banna tungumál, alveg eins og þekkist frá fyrri áratugum og öldum bæði á Íslandi og víða um heim. Að banna móðurmál er valdbeiting og auðvelt stjórnunartæki í óvissunni en ekki rétta leiðin til að vekja áhuga og ástríðu fyrir námi og þátttöku. Við þurfum alltaf að hafa í huga að tungumál eru ekki aðeins orð og málfræði, heldur lykill að sjálfsmynd, hugsunum, tilfinningum og samskiptum. Tungumál eru fjársjóður hverrar fjölskyldu sem mótar samfélag þeirra og samskipti og þegar við tölum sama tungumál skiljum við betur hvert annað. Hvert tungumál sem við lærum víkkar sjóndeildarhringinn, en þegar móðurmál hverfur, tapar mannkynið óafturkræfri visku og menningararfi. Í dag alast börn og unglingar upp í heimi sem breytist hraðar en nokkru sinni fyrr. Við vitum að mörg störf munu hverfa og önnur hafa enn ekki orðið til. Eitt er þó ljóst að ein mikilvægasta hæfni til framtíðar er að geta átt samskipti þvert á menningarheima og tungumál ásamt sveigjanleika, skapandi nálgun og hæfni til að tileinka sér nýja hluti. Leiðir til að vinna með tungumálaforða nemenda í skólum Í stað þess að banna börnum að tala og nota þau tungumál sem þau búa yfir þarf skólasamfélagið að finna leiðir til þess að vinna með styrkleika fjöltyngis, nemendum og öðrum til hagsbóta. Áherslur MEMM verkefnisins (menntun, móttaka, menning) felast meðal annars í því að styðja við og efla virkt fjöltyngi (www.memm.mms.is). Í því sambandi er hvatt er til þess að starfsstaðir í skóla- og frístundastarfi skapi í samvinnu þeirra sem mynda samfélagið á hverjum stað, málstefnu sem byggir á lögum, stefnum og rannsóknum. Allir hluthafar, kennarar og starfsfólk, stjórnendur, foreldrar og börn fái rödd í lýðræðislegu ferli og setji sér reglur og viðmið sem mótar umgjörð að samskiptum (sjá t.d. Unnið með málstefnur – Miðja máls og læsis). Með slíkum vinnubrögðum getum við skapað umhverfi sem býður tungumál velkomin, viðurkennir þau og virðir í stað þess að banna þau eða gera þau að aðhlátursefni. Auðvelt er síðan að vísa í sameiginlegu stefnuna með því að segja: ... manstu, við settum okkur saman stefnu, við tölum íslensku í tímum hér af því að hún er mikilvæg fyrir menntun þína ... Á sama tíma er mikilvægt að árétta við nemendur og foreldra að það verða tækifæri til að nota móðurmálið í námi, móðurmálið er dýmætt, það er mikilvægt að lesa á móðurmálinu og kynnst fleiri sögum, öðlast ný sjónarhorn á hlutina og jafnvel vinna að lausn verkefna með öðrum á móðurmálinu þrátt fyrir að niðurstöðum sé síðan miðlað á íslensku. Þegar kennari kennir ný orð eða hugtök er hægt að spyrja „kann einhver að segja þetta á öðru tungumali?“ Þannig gefst tækifæri til að rýna í orð, bera saman, rannsaka hvað er líkt og hvað er ólíkt með orðum og tungumálum, en þannig er lagður grunnur að aukinni tungumálavitund allra nemenda. Eins og með margt annað, er myndin ekki svört og hvít. Spurningin er ekki annaðhvort íslenska eða móðurmál heldur bæði og. Svarið er fjöltyngi, virk notkun þeirra tungumála sem málnotandi þarf á að halda, tveggja, þriggja eða fleiri, eftir þörfum, eftir aðstæðum. Að læra tungumál er langtímaviðfangsefni og þekking á öðrum tungumálum skerðir ekki íslensku, hún auðgar hana. Því betri hæfni í móðurmáli, því betri skilningur á tungumálinu og kerfi þess, því fleiri tengingar, því meiri málvitund og tungumálavitund, því betri forsendur fyrir íslenskunám. Íslenska er mikilvæg fyrir öll börn á Íslandi til samskipta og til náms. En við verðum að varast að leggja svo mikla áherslu á íslenska tungumálið að við gleymum tengslunum, samskiptunum, þátttökunni og námstækifærunum sem felast í að byggja á fjölbreyttum auðlindum annarra tungumála. Besta leiðin, ávinningur fyrir börnin, fjölskyldur og samfélagið, er að öðlast fjöltyngda sjálfsmynd en hún felur í sér hæfni í skólamálinu, móðurmáli og þeim tungumálum sem skipta máli í lífi hvers og eins. Að vera fjöltyngdur á Íslandi þýðir að kunna íslensku, læra á íslensku og finnast að maður tilheyri íslensku samfélagi. En einnig að hafa færni í öðrum tungumálum, nota þau til náms og samskipta og tilheyra öðrum málsamfélögum á sama tíma. Þá verða til brýr sem opna áður óþekktar leiðir um veröldina. Stutta svarið við spurningu í titlinum er „Nei, það má ekki banna móðurmál“. En með gildi samfélagsins, gildi menntastefnunnar og menntunargildi að leiðarljósi má hefja samtal um hlutverk móðurmála og notkun í skólastarfi. Nánari upplýsingar um skapandi leiðir til að styðja við og virða fjölbreytt tungumál er að finna í Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla og frístundastarfi og á heimasíðu MEMM - Töfrakista tungumála (memm.mms.is). Höfundar eru sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti , samhæfingarstjóri MEMM hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti, prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Heimildir Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna. (n.d.). Barnasáttmálinn á barnvænu máli. https://www.barnasattmali.is/ Hagstofa Íslands. (2025). Menntun. Grunnskólastig. Hlutfall nemenda með erlent móðurmál og erlent ríkisfang.https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/grunnskolastig/ Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2020). Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2020/10/26/Leidarvisir-um-studning-vid-modurmal-og-virkt-fjoltyngi-i-skola-og-fristundastarfi/ Menntun, móttaka, menning. Velkomin á vefsíðu MEMM-þróunarverkefnisins. | MEMM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Allt fólk á jörðinni á sér móðurmál“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum, í tilefni Alþjóðadags móðurmála árið 2014 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2020). Móðurmál eru hluti af því hver við erum, þau eru hluti af sjálfsmynd fólks. Ég er stolt af móðurmáli mínu og mér líður illa ef einhver talar illa um móðurmálið mitt. Þetta á við um allt fólk og öll tungumál. Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur með það að markmiði að minna á og halda á lofti mikilvægi íslenskrar tungu fyrir íslenskt samfélag. Á þessum degi er athyglinni beint að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðlíf og menningu. Íslenska er móðurmál mikils meirihluta þeirra sem búa á Íslandi auk fjölmargra sem búa erlendis. Á Íslandi býr einnig stór hópur fólks sem hefur önnur tungumál að móðurmáli en samkvæmt tölum Hagstofu Íslands (2025) eru um 16.2% allra grunnskólanemenda með annað móðurmál en íslensku. Þessi nemendahópur lifir í fjöltyngdum veruleika, talar t.d. eitt eða fleiri erlend móðurmál við fjölskyldu sína og vini (eða les og hlustar) og íslensku í skólanum og á öðrum vettvangi íslensks samfélags. Fyrir sum þessara barna, sérstaklega þau sem fædd eru hérlendis, er íslenskan jafnvel eitt af móðurmálum þeirra. Í menntastefnu ríkisins til 2030 segir: Ísland er fjölmenningarsamfélag sem nýtir þá auðlind sem felst í fjölmenningarlegu skólastarfi, fagnar margbreytileika nemenda og nýtir til að efla samfélagið. Í þeim anda er í aðalnámskrám leik- og grunnskóla lögð áhersla á að eitt meginhlutverk skólans sé að kenna og styðja samskipti á íslensku, en jafnframt virða og efla fjölbreytt tungumál barna. Öll fjöltyngd börn hafa rétt á að læra tungumál samfélagsins, rétt til að viðhalda eigin móðurmáli og rétt til menntunar og þessi réttindi eru órjúfanleg og gilda samtímis, alltaf (Gollifer o.fl., 2023). Þessi réttur er staðfestur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en önnur grein sáttmálans ver börn gegn mismunun vegna tungumála og þrítugasta greinin tekur af allan vafa um réttinn til að viðhalda eigin menningu og tala sitt tungumál (https://www.barnasattmali.is/). Önnur móðurmál en íslenska innan veggja skólans Með sívaxandi fjölda nemenda sem eiga sér önnur móðurmál en íslensku hafa kennarar í íslenskum skólum þurft að bregðast við fjöltyngdum veruleika skólasamfélagsins. Þau viðbrögð tengjast að stærstum hluta kennslufræði og hvernig þekkingu er miðlað til nemenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Hvernig að því er staðið litast ekki síður af undirliggjandi hugmyndum skólafólks um hvernig máltileinkun og tungumálanám fara fram. Á þetta við á öllum skólastigum og ætti strax á fyrsta degi í leikskóla að byrja að styðja við samskipti og markvisst nám í íslensku og huga að samstarfi við foreldra um fjöltyngi barna þeirra. Á degi íslenskrar tungu, langar okkur sem þetta skrifum, að draga athyglina að viðbrögðum sem einkennast af því að banna nemendum að tala móðurmál sín í íslenskum skólum en því miður heyrum við enn um slík dæmi. Mögulega byggja þær ákvarðanir á óvissu og misskilningi þegar kemur að hlutverki móðurmála barna í námi þeirra og þátttöku í skólastarfi og samfélagi. Þar sem ólík tungumál mætast upplifir fólk oft óöryggi vegna skorts á gagnkvæmum skilningi. Þá er oft gripið til þess að útiloka og banna tungumál, alveg eins og þekkist frá fyrri áratugum og öldum bæði á Íslandi og víða um heim. Að banna móðurmál er valdbeiting og auðvelt stjórnunartæki í óvissunni en ekki rétta leiðin til að vekja áhuga og ástríðu fyrir námi og þátttöku. Við þurfum alltaf að hafa í huga að tungumál eru ekki aðeins orð og málfræði, heldur lykill að sjálfsmynd, hugsunum, tilfinningum og samskiptum. Tungumál eru fjársjóður hverrar fjölskyldu sem mótar samfélag þeirra og samskipti og þegar við tölum sama tungumál skiljum við betur hvert annað. Hvert tungumál sem við lærum víkkar sjóndeildarhringinn, en þegar móðurmál hverfur, tapar mannkynið óafturkræfri visku og menningararfi. Í dag alast börn og unglingar upp í heimi sem breytist hraðar en nokkru sinni fyrr. Við vitum að mörg störf munu hverfa og önnur hafa enn ekki orðið til. Eitt er þó ljóst að ein mikilvægasta hæfni til framtíðar er að geta átt samskipti þvert á menningarheima og tungumál ásamt sveigjanleika, skapandi nálgun og hæfni til að tileinka sér nýja hluti. Leiðir til að vinna með tungumálaforða nemenda í skólum Í stað þess að banna börnum að tala og nota þau tungumál sem þau búa yfir þarf skólasamfélagið að finna leiðir til þess að vinna með styrkleika fjöltyngis, nemendum og öðrum til hagsbóta. Áherslur MEMM verkefnisins (menntun, móttaka, menning) felast meðal annars í því að styðja við og efla virkt fjöltyngi (www.memm.mms.is). Í því sambandi er hvatt er til þess að starfsstaðir í skóla- og frístundastarfi skapi í samvinnu þeirra sem mynda samfélagið á hverjum stað, málstefnu sem byggir á lögum, stefnum og rannsóknum. Allir hluthafar, kennarar og starfsfólk, stjórnendur, foreldrar og börn fái rödd í lýðræðislegu ferli og setji sér reglur og viðmið sem mótar umgjörð að samskiptum (sjá t.d. Unnið með málstefnur – Miðja máls og læsis). Með slíkum vinnubrögðum getum við skapað umhverfi sem býður tungumál velkomin, viðurkennir þau og virðir í stað þess að banna þau eða gera þau að aðhlátursefni. Auðvelt er síðan að vísa í sameiginlegu stefnuna með því að segja: ... manstu, við settum okkur saman stefnu, við tölum íslensku í tímum hér af því að hún er mikilvæg fyrir menntun þína ... Á sama tíma er mikilvægt að árétta við nemendur og foreldra að það verða tækifæri til að nota móðurmálið í námi, móðurmálið er dýmætt, það er mikilvægt að lesa á móðurmálinu og kynnst fleiri sögum, öðlast ný sjónarhorn á hlutina og jafnvel vinna að lausn verkefna með öðrum á móðurmálinu þrátt fyrir að niðurstöðum sé síðan miðlað á íslensku. Þegar kennari kennir ný orð eða hugtök er hægt að spyrja „kann einhver að segja þetta á öðru tungumali?“ Þannig gefst tækifæri til að rýna í orð, bera saman, rannsaka hvað er líkt og hvað er ólíkt með orðum og tungumálum, en þannig er lagður grunnur að aukinni tungumálavitund allra nemenda. Eins og með margt annað, er myndin ekki svört og hvít. Spurningin er ekki annaðhvort íslenska eða móðurmál heldur bæði og. Svarið er fjöltyngi, virk notkun þeirra tungumála sem málnotandi þarf á að halda, tveggja, þriggja eða fleiri, eftir þörfum, eftir aðstæðum. Að læra tungumál er langtímaviðfangsefni og þekking á öðrum tungumálum skerðir ekki íslensku, hún auðgar hana. Því betri hæfni í móðurmáli, því betri skilningur á tungumálinu og kerfi þess, því fleiri tengingar, því meiri málvitund og tungumálavitund, því betri forsendur fyrir íslenskunám. Íslenska er mikilvæg fyrir öll börn á Íslandi til samskipta og til náms. En við verðum að varast að leggja svo mikla áherslu á íslenska tungumálið að við gleymum tengslunum, samskiptunum, þátttökunni og námstækifærunum sem felast í að byggja á fjölbreyttum auðlindum annarra tungumála. Besta leiðin, ávinningur fyrir börnin, fjölskyldur og samfélagið, er að öðlast fjöltyngda sjálfsmynd en hún felur í sér hæfni í skólamálinu, móðurmáli og þeim tungumálum sem skipta máli í lífi hvers og eins. Að vera fjöltyngdur á Íslandi þýðir að kunna íslensku, læra á íslensku og finnast að maður tilheyri íslensku samfélagi. En einnig að hafa færni í öðrum tungumálum, nota þau til náms og samskipta og tilheyra öðrum málsamfélögum á sama tíma. Þá verða til brýr sem opna áður óþekktar leiðir um veröldina. Stutta svarið við spurningu í titlinum er „Nei, það má ekki banna móðurmál“. En með gildi samfélagsins, gildi menntastefnunnar og menntunargildi að leiðarljósi má hefja samtal um hlutverk móðurmála og notkun í skólastarfi. Nánari upplýsingar um skapandi leiðir til að styðja við og virða fjölbreytt tungumál er að finna í Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla og frístundastarfi og á heimasíðu MEMM - Töfrakista tungumála (memm.mms.is). Höfundar eru sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti , samhæfingarstjóri MEMM hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti, prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Heimildir Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna. (n.d.). Barnasáttmálinn á barnvænu máli. https://www.barnasattmali.is/ Hagstofa Íslands. (2025). Menntun. Grunnskólastig. Hlutfall nemenda með erlent móðurmál og erlent ríkisfang.https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/menntun/grunnskolastig/ Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2020). Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2020/10/26/Leidarvisir-um-studning-vid-modurmal-og-virkt-fjoltyngi-i-skola-og-fristundastarfi/ Menntun, móttaka, menning. Velkomin á vefsíðu MEMM-þróunarverkefnisins. | MEMM
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun