„Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett Framundan er sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theather á Ásbrú í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“ MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira