Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2025 13:25 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur. Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að starfsmaður á meðferðarheimilinu Stuðlum væri grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára skjólstæðing í lok júní. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Atvikið var ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og frétti stofnunin af málinu í gegnum fjölmiðla. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Grímur Atlason, formaður Geðhjálpar, segir þetta verklag furðulegt. „Við höfum hér hjá Geðhjálp margoft bent á það að eftirlit með þessum stöðum, bæði innra og ytra eftirlit, sé næstum því í skötulíki. Ef það er eitthvað eftirlit. Þetta dæmi og hvernig Barna- og fjölskyldustofa svarar og talar um hvernig atvik eru skráð og í hvaða farveg mál fara, gefur tilefni til að spyrja: Bíddu eru einhver mál? Því málin virðast aldrei komast í réttan farveg,“ segir Grímur. Grímur er eiginmaður lögmanns brotaþola í málinu en foreldrar barna í öðrum svipuðum málum hafa oft leitað til hans og Geðhjálpar. Hann segir aðbúnað á meðferðarheimilum barna ekki nægilega góðan. „Allar þessar skýrslur segja það sama. Þá förum við að hugsa um þetta í viku og tölum um þetta eins og við gerum núna í fjölmiðlum, en síðan hættum við að tala um þetta. Við þurfum að setja þetta í forgang og gera eitthvað við þetta. Setja börnin í forgang. Gera þessa staði þannig að það sé almennilega að þeim búið,“ segir Grímur. „Það er sanngjarnt gagnvart starfsfólki sem þarna vinnur, við ekkert endilega góðar aðstæður, og er sett í þá stöðu að það sé því að kenna að ástandið sé svona. Ástandið er svona því við skömmtum þessu svo naumt og ákveðum að þetta sé ekki forgangsmál í samfélaginu,“ segir Grímur.
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira