„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2025 14:11 Katrín Jakobsdóttir er fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02