Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2025 00:18 Olíuborpallur og vindmyllur utan við Mön í Írlandshafi. Getty Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira