Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikaela Shiffrin fagnar með nýjasta hreindýrinu sínu. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira