Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun