Erlent

For­sætis­ráðherrann fyrr­verandi dæmdur til dauða

Atli Ísleifsson skrifar
Sheikh Hasina er sá einstaklingur sem lengst hefur gegnt embætti forsætisráðherra Bangladess í sögu landsins.
Sheikh Hasina er sá einstaklingur sem lengst hefur gegnt embætti forsætisráðherra Bangladess í sögu landsins. AP

Dómstóll í Bangladess hefur dæmt Sheikh Hasina, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, til dauða. Hún var sakfelld af ákærum um brot gegn mannkyni.

Hin 78 ára Hasina, sem var forsætisráðherra Bangladess á árunum 1996 til 2001 og aftur frá 2009 til 2024, var ákærð vegna viðbragða stjórnvalda í tengslum við fjöldamótmæli í landinu á síðasta ári.

Dómarinn Golam Mortuza Mozumder sagði við dómsuppsögu að öll skilyrði þess að sakfella fyrir ákærðu vegna brota gegn mannkyni hafi verið uppfyllt.

Hasina var bolað frá völdum á síðasta ári í kjölfar fjöldamótmælanna. Mótmælin gegn stjórn hennar stóðu í margar vikur og létust þar mörg hundruð manns og enn fleiri slösuðust.

Verið var að mótmæla spillingu og að verið væri að grafa undan lýðræði í landinu vegna ráðningarkvóta innan opinbera kerfisins sem hópar, sem studdu Hasina, högnuðust sérstaklega á.

Þingkosningar fara næst fram í landinu í febrúar á næsta ári.

Sheikh Hasina er sá einstaklingur sem lengst hefur gegnt embætti forsætisráðherra Bangladess í sögu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×