Einmana feður snúa vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 06:47 Þröstur hefur boðið sjö einmana feðrum til hittings. Fjölskyldufaðir fékk illt í hjartað við að lesa færslur einmana feðra á samfélagsmiðlum og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hann hefur stofnað vinahóp einmana feðra og hvetur fleiri feður til að gera slíkt hið sama. „Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Ég hef reglulega tekið eftir því á samfélagsmiðlum líkt og Reddit og inni á Pabbatips að menn eru að mæta og biðja um ráð, að spyrja hvernig eignast maður vini og það eru kannski menn sem eru að flytja í annað bæjarfélag eða eitthvað þess háttar. Það er meira en að segja það að vera fullorðinn og spyrja annan karl: „Viltu koma að leika?“ segir Þröstur Hrafnkelsson fjölskyldufaðir í samtali við Vísi. Fékk mikil viðbrögð Hann birti færslu inni á Facebook hópnum Pabbatips í síðustu viku þar sem hann sagðist vilja bregðast við. „Ég fæ alltaf svolítið illt í hjartað að lesa hér um (eða á Reddit) um pabba (eða ekki pabba) sem eru einmana eða vinafáir. Mig langar svolítið að gera heiðarlega tilraun til að bæta úr því með því að hópa okkur saman og skipuleggja viðburði þar sem við getum hist, gert eitthvað sniðugt, borðað góðan mat og kannski fengið okkur einn kaldan. Bara svona það sem góðir vinir gera.“ Þröstur segist hafa fengið mikil viðbrögð við færslunni og hafa nokkrir haft samband við hann. „Við erum komnir núna upp í sjö, sem er frábært. Þegar ég setti þetta inn hafði ég ekki hugmynd hversu margir myndu svara en núna er fyrsti hittingur hjá okkur í plani. Við erum að spá í að fá okkur að snæða, hittast einhverstaðar og taka stöðuna bara. Þetta er uppskrift að góðu kvöldi.“ Feðurnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að eignast vini og einangrast á fullorðinsárunum. Nokkrir búi úti á landi. Mikið hefur verið fjallað um aukin einmanaleika í íslensku samfélagi, meðal annars í sumar en þá tóku einmana mæður sig saman inni og stofnuðu mömmuhópa. Þröstur segir erfitt að setja fingur á það hvað valdi því að svo margir séu einmana en segist hafa sínar kenningar um málið. „Það eru flestir vinahópar með einn eða tvo sem eru límið í hópnum, og eru duglegir að plana hitting. Svo getur vinskapurinn dofnað og þetta horfið með tímanum þegar þessu er ekki sinnt, svo flytur fólk og allskonar getur komið upp á.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira