Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:02 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. „Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“ Geðheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“
Geðheilbrigði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira