Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 15:47 Patrick Beverley lék í NBA-deildinni í tólf ár og var þekktur fyrir góðan varnarleik. Getty/Stacy Revere Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira