Lífið samstarf

Birgitta Hauk­dal á­ritaði bækur í Smára­lind

Forlagið
Birgitta Haukdal áritaði bækurnar í Smáralind og tók lagið með dóttur sinni fyrir fullu húsi.
Birgitta Haukdal áritaði bækurnar í Smáralind og tók lagið með dóttur sinni fyrir fullu húsi.

Birgitta Haukdal og dóttir hennar, Saga Júlía skemmtu gestum í Smáralindinni ásamt Ljónsa frá Þjóðleikhúsinu, fyrr í mánuðinum þegar nýjasta bókin um Láru og Ljónsa var kynnt.

Birgitta og Saga Júlía tóku lagið fyrir troðfullu húsi og Ljónsi mætti í miklu stuði. Boðið var upp á Candyfloss, kókómjólk og popp og þá mætti Sylvía Haukdal frá 17 sortum með Láru og Ljónsa góðgæti. 

Gestir gátu fengið áritun frá rithöfundinum en Birgitta Haukdal sendir frá sér tvær bækur í ár, Lára fer á hestbak og Atli fer í tívolí. Hægt er að nálgast allar bækurnar í netverslun Forlagsins, forlagid.is

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.