Innlent

Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur.

Stýrivextir voru lækkaðir þvert á spár í dag. Við ræðum við seðlabankastjóra sem segir lánakjör heimilanna hafa versnað eftir vaxtadóminn svokallaða og heyrum í formann Neytendasamtakanna sem keyrði málið áfram.

Við kíkjum einnig á Hrafnistu við Sléttuveg þar sem eldur kom upp í gær. Heimilisfólki var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp. Yfir tuttugu íbúar dvelja í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf.

Þá förum við yfir söguleg kosningaúrslit í Kaupmannahöfn, verðum í beinni frá afar sérstöku uppistandi þar sem eingöngu verða sagðir brandarar um ketti og hittum Heimi Hallgrímsson sem er orðinn þjóðarhetja í Írlandi eftir gott gengi landsliðsins.

Í Íslandi í dag hittum við Steinunni Gestsdóttur sem var í fantaformi og á framabraut þegar hún greindist með covid. Hún segir lífið nú breytt og glímir enn við afleiðingarnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 19. nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×