Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 07:16 Jóhanna Lilja segir Grindavíkurnefndina stefna á að hafa lokaniðurstöður til áður en nefndin lýkur störfum næsta vor. Aðsend og Vísir/Vilhelm Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári. „Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina,“ segir Jóhanna Lilja. „Við viljum fá að vita hver afdrif Grindvíkinga eru, hvar þeir eru og hvernig þeim líður,“ segir hún og að könnunin verði einnig notuð til að kortleggja stöðuna og hvar Grindvíkingar eru búsettir í dag og hver staða þeirra er. Hún segir að frá rýmingu hafi Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um land allt. „Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft,“ segir hún og að tengsl fólks við bæinn séu ekki aðeins landfræðileg heldur einnig bundin tilfinningu, sögu og samstöðu. „Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer.“ Hún segir undirbúning hafa staðið yfir í nokkurn tíma og að gert sé ráð fyrir því að stefnumótun um framtíð Grindavíkur muni byggja á niðurstöðum könnunarinnar. Þá muni sveitarstjórn einnig geta byggt á niðurstöðunum í upplýsingagjöf til stjórnvalda um áframhaldandi stuðning eða úrræði. Vísindamenn vinni könnun Hún segir að til að vinna þetta verkefni hafi nefndin leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Þeir muni á næstunni leita upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. „Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár,“ segir Jóhanna Lilja og að í könnunni verði spurt út í það hvort fólk sjái fyrir sér að snúa aftur til Grindavíkur og hvað vegi þyngst í þeirri ákvörðun. Þá verður einnig spurt út í aðstoð sem þeim hefur boðist og hvort hún hafi gagnast þeim. Einnig verður spurt um börn, líðan þeirra, tómstundir og hvernig þeim vegni almennt. Jóhanna Lilja segir að rafræn skilaboð verði send á Grindvíkinga og þeim boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Samhliða þessu verður kafað dýpra ofan í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum og í rýnihópum. Mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir Grindvíkinga „Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri,“ segir hún og að nefndin hvetji Grindvíkinga til að taka þátt í könnunninni. „Við allavega vonumst til þess að Grindvíkingar láti þetta sig varða. Það er mjög mikilvægt að við fáum fjölbreyttar raddir Grindvíkinga um búsetu og hug þeirra. Við ætlum að leggja okkur fram við að ná til þeirra,“ segir hún og að þannig verði einnig notaðar óhefðbundnar leiðir. Gert sé ráð fyrir því að hringja líka í einhverja og að hitta eldri borgara frá Grindavík sem hittast reglulega í Reykjanesbæ. Einhver frá nefndinni fari á þeirra fund til að aðstoða þau við að fylla spurningalistann út. Fyrirkomulag kosninga enn til skoðunar Jóhanna Lilja segir það enn til skoðunar hvernig fyrirkomulagið verður með kosningar í Grindavík í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Nefndin lagði nokkrar tillögur fram til stjórnvalda sem eru enn til skoðunar, til dæmis að þeir geti kosið í Grindavík sem voru búsettir þar við rýmingu. Fólk gæti þá valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er nú búsett í. Fannar Jónasson bæjarstjóri hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta af störfum við lok kjörtímabilsins. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina,“ segir Jóhanna Lilja. „Við viljum fá að vita hver afdrif Grindvíkinga eru, hvar þeir eru og hvernig þeim líður,“ segir hún og að könnunin verði einnig notuð til að kortleggja stöðuna og hvar Grindvíkingar eru búsettir í dag og hver staða þeirra er. Hún segir að frá rýmingu hafi Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um land allt. „Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft,“ segir hún og að tengsl fólks við bæinn séu ekki aðeins landfræðileg heldur einnig bundin tilfinningu, sögu og samstöðu. „Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer.“ Hún segir undirbúning hafa staðið yfir í nokkurn tíma og að gert sé ráð fyrir því að stefnumótun um framtíð Grindavíkur muni byggja á niðurstöðum könnunarinnar. Þá muni sveitarstjórn einnig geta byggt á niðurstöðunum í upplýsingagjöf til stjórnvalda um áframhaldandi stuðning eða úrræði. Vísindamenn vinni könnun Hún segir að til að vinna þetta verkefni hafi nefndin leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Þeir muni á næstunni leita upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. „Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár,“ segir Jóhanna Lilja og að í könnunni verði spurt út í það hvort fólk sjái fyrir sér að snúa aftur til Grindavíkur og hvað vegi þyngst í þeirri ákvörðun. Þá verður einnig spurt út í aðstoð sem þeim hefur boðist og hvort hún hafi gagnast þeim. Einnig verður spurt um börn, líðan þeirra, tómstundir og hvernig þeim vegni almennt. Jóhanna Lilja segir að rafræn skilaboð verði send á Grindvíkinga og þeim boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Samhliða þessu verður kafað dýpra ofan í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum og í rýnihópum. Mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir Grindvíkinga „Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri,“ segir hún og að nefndin hvetji Grindvíkinga til að taka þátt í könnunninni. „Við allavega vonumst til þess að Grindvíkingar láti þetta sig varða. Það er mjög mikilvægt að við fáum fjölbreyttar raddir Grindvíkinga um búsetu og hug þeirra. Við ætlum að leggja okkur fram við að ná til þeirra,“ segir hún og að þannig verði einnig notaðar óhefðbundnar leiðir. Gert sé ráð fyrir því að hringja líka í einhverja og að hitta eldri borgara frá Grindavík sem hittast reglulega í Reykjanesbæ. Einhver frá nefndinni fari á þeirra fund til að aðstoða þau við að fylla spurningalistann út. Fyrirkomulag kosninga enn til skoðunar Jóhanna Lilja segir það enn til skoðunar hvernig fyrirkomulagið verður með kosningar í Grindavík í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Nefndin lagði nokkrar tillögur fram til stjórnvalda sem eru enn til skoðunar, til dæmis að þeir geti kosið í Grindavík sem voru búsettir þar við rýmingu. Fólk gæti þá valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er nú búsett í. Fannar Jónasson bæjarstjóri hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta af störfum við lok kjörtímabilsins. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira