Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 07:16 Jóhanna Lilja segir Grindavíkurnefndina stefna á að hafa lokaniðurstöður til áður en nefndin lýkur störfum næsta vor. Aðsend og Vísir/Vilhelm Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári. „Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina,“ segir Jóhanna Lilja. „Við viljum fá að vita hver afdrif Grindvíkinga eru, hvar þeir eru og hvernig þeim líður,“ segir hún og að könnunin verði einnig notuð til að kortleggja stöðuna og hvar Grindvíkingar eru búsettir í dag og hver staða þeirra er. Hún segir að frá rýmingu hafi Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um land allt. „Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft,“ segir hún og að tengsl fólks við bæinn séu ekki aðeins landfræðileg heldur einnig bundin tilfinningu, sögu og samstöðu. „Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer.“ Hún segir undirbúning hafa staðið yfir í nokkurn tíma og að gert sé ráð fyrir því að stefnumótun um framtíð Grindavíkur muni byggja á niðurstöðum könnunarinnar. Þá muni sveitarstjórn einnig geta byggt á niðurstöðunum í upplýsingagjöf til stjórnvalda um áframhaldandi stuðning eða úrræði. Vísindamenn vinni könnun Hún segir að til að vinna þetta verkefni hafi nefndin leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Þeir muni á næstunni leita upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. „Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár,“ segir Jóhanna Lilja og að í könnunni verði spurt út í það hvort fólk sjái fyrir sér að snúa aftur til Grindavíkur og hvað vegi þyngst í þeirri ákvörðun. Þá verður einnig spurt út í aðstoð sem þeim hefur boðist og hvort hún hafi gagnast þeim. Einnig verður spurt um börn, líðan þeirra, tómstundir og hvernig þeim vegni almennt. Jóhanna Lilja segir að rafræn skilaboð verði send á Grindvíkinga og þeim boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Samhliða þessu verður kafað dýpra ofan í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum og í rýnihópum. Mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir Grindvíkinga „Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri,“ segir hún og að nefndin hvetji Grindvíkinga til að taka þátt í könnunninni. „Við allavega vonumst til þess að Grindvíkingar láti þetta sig varða. Það er mjög mikilvægt að við fáum fjölbreyttar raddir Grindvíkinga um búsetu og hug þeirra. Við ætlum að leggja okkur fram við að ná til þeirra,“ segir hún og að þannig verði einnig notaðar óhefðbundnar leiðir. Gert sé ráð fyrir því að hringja líka í einhverja og að hitta eldri borgara frá Grindavík sem hittast reglulega í Reykjanesbæ. Einhver frá nefndinni fari á þeirra fund til að aðstoða þau við að fylla spurningalistann út. Fyrirkomulag kosninga enn til skoðunar Jóhanna Lilja segir það enn til skoðunar hvernig fyrirkomulagið verður með kosningar í Grindavík í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Nefndin lagði nokkrar tillögur fram til stjórnvalda sem eru enn til skoðunar, til dæmis að þeir geti kosið í Grindavík sem voru búsettir þar við rýmingu. Fólk gæti þá valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er nú búsett í. Fannar Jónasson bæjarstjóri hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta af störfum við lok kjörtímabilsins. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Við þessi tímamót, þegar tvö ár eru liðin, er brýnt að fá skýra mynd af því hvernig Grindvíkingum hefur reitt af, hvernig þeim líður og skoða hvaða afstöðu fólkið hefur til framtíðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem alls konar tilfinningar og hagsmunir koma inn í myndina,“ segir Jóhanna Lilja. „Við viljum fá að vita hver afdrif Grindvíkinga eru, hvar þeir eru og hvernig þeim líður,“ segir hún og að könnunin verði einnig notuð til að kortleggja stöðuna og hvar Grindvíkingar eru búsettir í dag og hver staða þeirra er. Hún segir að frá rýmingu hafi Grindvíkingar komið sér fyrir í sveitarfélögum um land allt. „Missir þeirra er djúpstæður og nær til margra þátta þar sem Grindvíkingar misstu ekki aðeins heimili sín, heldur einnig rótgróin tengsl, samfélagið sitt og þann eðlilega gang lífsins sem þau þekktu. Samfélag er meira en staður, það er fólkið sjálft,“ segir hún og að tengsl fólks við bæinn séu ekki aðeins landfræðileg heldur einnig bundin tilfinningu, sögu og samstöðu. „Fólkið ber samfélagið með sér, hvert sem það fer.“ Hún segir undirbúning hafa staðið yfir í nokkurn tíma og að gert sé ráð fyrir því að stefnumótun um framtíð Grindavíkur muni byggja á niðurstöðum könnunarinnar. Þá muni sveitarstjórn einnig geta byggt á niðurstöðunum í upplýsingagjöf til stjórnvalda um áframhaldandi stuðning eða úrræði. Vísindamenn vinni könnun Hún segir að til að vinna þetta verkefni hafi nefndin leitað til vísindamanna við Háskóla Íslands sem eru sérfræðingar í rannsóknum á áhrifum náttúruhamfara. Þeir muni á næstunni leita upplýsinga um líðan og viðhorf allra Grindvíkinga, 18 ára og eldri, sem bjuggu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023, hvar sem þeir búa núna. „Það er mikilvægt fyrir þau sem vinna að málefnum Grindvíkinga og uppbyggingu samfélagsins að vita hvað Grindvíkingar eru að hugsa. Hvernig þeim líður, hvernig þeim gengur og hvers þeir vænta næstu misseri eða ár,“ segir Jóhanna Lilja og að í könnunni verði spurt út í það hvort fólk sjái fyrir sér að snúa aftur til Grindavíkur og hvað vegi þyngst í þeirri ákvörðun. Þá verður einnig spurt út í aðstoð sem þeim hefur boðist og hvort hún hafi gagnast þeim. Einnig verður spurt um börn, líðan þeirra, tómstundir og hvernig þeim vegni almennt. Jóhanna Lilja segir að rafræn skilaboð verði send á Grindvíkinga og þeim boðið að svara spurningalista í tölvu eða síma. Samhliða þessu verður kafað dýpra ofan í ákveðin málefni, eins og atvinnumál, húsnæðismál, skólamál, velferð barna og viðhorf ungmenna með samtölum í þrengri hópum og í rýnihópum. Mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir Grindvíkinga „Þetta er einstakt tækifæri fyrir Grindvíkinga til að koma sínum viðhorfum á framfæri,“ segir hún og að nefndin hvetji Grindvíkinga til að taka þátt í könnunninni. „Við allavega vonumst til þess að Grindvíkingar láti þetta sig varða. Það er mjög mikilvægt að við fáum fjölbreyttar raddir Grindvíkinga um búsetu og hug þeirra. Við ætlum að leggja okkur fram við að ná til þeirra,“ segir hún og að þannig verði einnig notaðar óhefðbundnar leiðir. Gert sé ráð fyrir því að hringja líka í einhverja og að hitta eldri borgara frá Grindavík sem hittast reglulega í Reykjanesbæ. Einhver frá nefndinni fari á þeirra fund til að aðstoða þau við að fylla spurningalistann út. Fyrirkomulag kosninga enn til skoðunar Jóhanna Lilja segir það enn til skoðunar hvernig fyrirkomulagið verður með kosningar í Grindavík í maí þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram. Nefndin lagði nokkrar tillögur fram til stjórnvalda sem eru enn til skoðunar, til dæmis að þeir geti kosið í Grindavík sem voru búsettir þar við rýmingu. Fólk gæti þá valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er nú búsett í. Fannar Jónasson bæjarstjóri hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta af störfum við lok kjörtímabilsins. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira