Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. nóvember 2025 11:31 Björn Bragi hefur verið edrú í eitt og hálft ár og segist njóta þess að geta sinnt öllum sínum verkefnum laus við þynnku og kvíðann sem henni fylgir. Grínistinn Björn Bragi Arnarsson segist hafa tekið sér pásu frá áfengi sem hefur nú staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. Hann sakni ekki kvíðans og þunglyndisins sem fylgdu gjarnan dagana eftir drykkju. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Chess After Dark sem Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson halda úti. Björn Bragi var þar gestur ásamt kollega sínum, Jóhanni Alfreð Kristinsson. Þátturinn er rúmir tveir tímar og mösuðu þeir félagar um margt og mikið, þar á meðal nýja sjónvarpsþætti Jóhanns Alfreðs, þátttöku þeirra tveggja í Bannað að hlæja, fótboltaáhugann og grínbransann. Partýið farið að súrna Á seinni helming þáttarins barst talið að edrúmennsku og spurði Leifur: „Er það rétt heimavinna hjá mér að við séum allir á toppnum án áfengis nema Birkir sem er auðvitað sukkari mikill?“ Reyndist sú heimavinnan rétt unnin og í kjölfarið lýstu bæði Jóhann og Björn edrúmennsku sinni. Jóhann Alfreð hefur ekki drukkið áfengi í rúm þrjú ár. „Ég hef ekki drukkið áfengi í þrjú og hálft ár. Mig langaði aðeins að ýta því til hliðar, kominn með tvö börn og mér fannst partýið vera farið að súrna,“ sagði Jóhann Alfreð um edrúmennsku sína. „En það var ekki endilega ákvörðun til lífstíðar, það var meira bara að mig langaði virkilega að prófa „dry-spell“. Svo allt í einu eru komin þrjú og hálft ár.“ „Ég er búinn að vera edrú núna í tvær vikur,“ sagði Björn í gríni og sprungu þá hinir þrír úr hlátri. Björn Bragi og Jóhann Alfreð kepptu saman í Bannað að hlæja. „Nei, ég segi alveg það sama, ég ákvað að taka smá pásu og ég hef gert það mjög oft, tekið einn eða tvo mánuði og einu sinni tók ég fjóra mánuði,“ sagði Björn. „Ég prófaði þetta, ætlaði að taka alveg góða pásu og svo er hún bara ennþá í gangi. Það er að verða komið eitt og hálft ár síðan,“ bætti hann við. Sagði Björn að það væri brjálað að gera hjá sér og honum þætti gott að geta sinnt öllum sínum verkefnum vel, ferskur og laus við þynnku. „Þegar ég var að drekka gat ég orðið kvíðinn eða dottið í létt þunglyndi dagana á eftir. Svona dót fannst mér næs að losna við.“ Björn tók þó fram að þeir Jói hefðu notið lífsstílsins á sínum tíma: „Okkur fannst mjög gaman að drekka og höfum drukkið margoft saman.“ Áfengi Hlaðvörp Tengdar fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14 Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Chess After Dark sem Birkir Karl Sigurðsson og Leifur Þorsteinsson halda úti. Björn Bragi var þar gestur ásamt kollega sínum, Jóhanni Alfreð Kristinsson. Þátturinn er rúmir tveir tímar og mösuðu þeir félagar um margt og mikið, þar á meðal nýja sjónvarpsþætti Jóhanns Alfreðs, þátttöku þeirra tveggja í Bannað að hlæja, fótboltaáhugann og grínbransann. Partýið farið að súrna Á seinni helming þáttarins barst talið að edrúmennsku og spurði Leifur: „Er það rétt heimavinna hjá mér að við séum allir á toppnum án áfengis nema Birkir sem er auðvitað sukkari mikill?“ Reyndist sú heimavinnan rétt unnin og í kjölfarið lýstu bæði Jóhann og Björn edrúmennsku sinni. Jóhann Alfreð hefur ekki drukkið áfengi í rúm þrjú ár. „Ég hef ekki drukkið áfengi í þrjú og hálft ár. Mig langaði aðeins að ýta því til hliðar, kominn með tvö börn og mér fannst partýið vera farið að súrna,“ sagði Jóhann Alfreð um edrúmennsku sína. „En það var ekki endilega ákvörðun til lífstíðar, það var meira bara að mig langaði virkilega að prófa „dry-spell“. Svo allt í einu eru komin þrjú og hálft ár.“ „Ég er búinn að vera edrú núna í tvær vikur,“ sagði Björn í gríni og sprungu þá hinir þrír úr hlátri. Björn Bragi og Jóhann Alfreð kepptu saman í Bannað að hlæja. „Nei, ég segi alveg það sama, ég ákvað að taka smá pásu og ég hef gert það mjög oft, tekið einn eða tvo mánuði og einu sinni tók ég fjóra mánuði,“ sagði Björn. „Ég prófaði þetta, ætlaði að taka alveg góða pásu og svo er hún bara ennþá í gangi. Það er að verða komið eitt og hálft ár síðan,“ bætti hann við. Sagði Björn að það væri brjálað að gera hjá sér og honum þætti gott að geta sinnt öllum sínum verkefnum vel, ferskur og laus við þynnku. „Þegar ég var að drekka gat ég orðið kvíðinn eða dottið í létt þunglyndi dagana á eftir. Svona dót fannst mér næs að losna við.“ Björn tók þó fram að þeir Jói hefðu notið lífsstílsins á sínum tíma: „Okkur fannst mjög gaman að drekka og höfum drukkið margoft saman.“
Áfengi Hlaðvörp Tengdar fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14 Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28 Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag. 18. september 2025 13:14
Edrú í eitt ár Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu. 18. nóvember 2024 10:28
Allsgáður í 20 ár: „Var brotinn líkamlega og andlega“ Sigfús Sigurðsson kom þjóðinni fyrir sjónir sem harðjaxlinn í íslenska handboltalandsliðinu. Seinna komu í ljós glíma hans við neyslu og fjárhagsvandræði. Í dag er Sigfús á betri stað, hefur opnað fiskbúð og fagnar tuttugu ára edrúmennsku. 28. september 2019 10:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein