
Áfengi

Best að sleppa áfenginu alveg
Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum.

Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla
Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu.

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Íslenska ríkið rekur einokunarverslanir með áfengi, bjór og vín og skerðir atvinnufrelsi með tilvísun í almannahag og fullyrðir að rannsóknir sýni orsakasamhengi á milli aðgengis og neyslu.

Af hverju lýgur Alma?
Alma Möller núverandi heilbrigðisráðherra var gestur í Morgunvaktinni hjá RÚV 26. feb 2025 og fór um víðan völl um lögmæti frjálsra viðskipta með áfengi og vitnaði til skýrslu WHO sem hlaðin er staðreyndavillum og hálfsannleik.

Jón og félagar eru farnir
Á síðustu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir því að „frelsa áfengið“ (eins og það ríki eitthvert neyðarástand í sölu áfengis) þ.m.t. að lögleiða áfengisnetsölu, smásölu af lager innanlands og kalla það „erlenda netsölu“ m.m. Sú sala er ólögleg eins og margsinnis hefur komið fram í lögfræðiálitum og í sambærilegum erlendum dómafordæmum eins og dómi hæstaréttar Svíþjóðar í Winefinder málinu.

Skattar á áfengi hæstir á Íslandi
Álagning á áfengi er mest á Íslandi miðað við Norðurlöndin og ríki Evrópusambandsins. Þetta sýnir ný úttekt viðskiptaráðs sem hvetur ríkið til að láta af óhóflegri skattlagningu á áfengi. Ráðið telur slíka neyslustýringu koma verst niður á þeim sem misnota áfengi og að tímabært sé að leggja ÁTVR niður.

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí.

Norskir komast í Víking gylltan
Íslenskur andi mun svífa yfir vötnum vínbúðanna í Noregi frá og með 6. mars þegar Víking gylltur verður fáanlegur í 191 verslun Vinmonopolet þar í landi. Bjórinn hafnaði í fyrsta sæti í útboði vínboðanna ytra á dögunum.

Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki
Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu.

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru.

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 15. febrúar síðastliðinn birtist hömulaus áfengisdýrkun, og taumlaus og kolólöglegur áfengisneysluáróður. A.m.k. fjögur lög brotin með einbeittum brotavilja. Þá er ég að tala um lög frá Alþingi, ekki sönglög.

12 spor ríkisstjórnarinnar
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann.

Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu
Landsréttur hefur ógilt ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir.

Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar
Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar.

Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri
Vínbúðinni við Hólabraut í miðbæ Akureyrar verður lokað þegar ný verslun ÁTVR verður opnuð nyrst í bænum. ÁTVR segir ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir því að reka tvær vínbúðir á Akureyri.

Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt.

Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum
Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar.

Kóngar vímuefnaheimsins
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög.

Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum
Flugfélagið Ryanair hefur gert ákall eftir að farþegar sem ferðast um evrópska flugvelli megi einungis kaupa tvo drykki fyrir flugtak. Með takmörkuninni yrði komið í veg fyrir að ölvaðir farþegar yllu truflun um borð.

Sama tóbakið
Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi.

Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR
Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi.

Þarf alltaf að vera vín?
Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir.

Illa vegið að íslenskum bjór
Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn.

Þurr janúar. Er það ekki málið?
Janúar er mánuður tímamóta í ýmsum skilningi. Vissulega fyrsti mánuður nýs árs, en líka mánuður endurskoðunar; mánuður nýrra áskorana og fyrirheita, sem meðal annars taka til heilsu og lífernis.

Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“
Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja.

Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum
Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður og fyrrum kampavínskóngur, er hættur að flytja inn kampavín. Nú nýtur hann þess bara að drekka það og segist sestur í helgan stein.

Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári
Nýtt gjald á rafrettur og nikótínpúða, hækkun barnabóta og nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip er á meðal helstu breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramótin. Breytingarnar eru almennt sagðar minni en verðbólga á árinu.

Opið bréf til valkyrjanna þriggja
Hér eru nokkur hvatningarorð til valkyrjanna og valkyrjustjórnar þeirra, að stjórnarsáttmálinn tali skýrt um lýðheilsu og standi vörð um forvarnir í landinu, sérstaklega áfengisforvarnir.

Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus?
Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi.