„Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 09:11 Það var ekki þægilegt fyrir Söru Sigmundsdóttur að láta sprauta stofnfrumum inn í hnéð sitt. @sarasigmunds Íslenska CrossFit-konan Sara Sigmundsdóttir lifir enn í voninni um að skilja meiðslin eftir í baksýnisspeglinum og er nú í sérstakri meðferð hjá læknum í Dúbaí. Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Sara sleit krossband í hægra hné aðeins tveimur dögum fyrir 2021 tímabilið, tímabil þar sem Sara hafði alla burði til að keppa um heimsmeistaratitilinn. Hún hafði sett sjálf stefnuna á verðlaunapall en varð þarna fyrir miklu áfalli. Erfið endurkoma Það er ekki bara að hún missti af öllu þessu tímabili heldur hefur endurkoman verið erfið og ítrekuð meiðsli komið í veg fyrir að hún komist aftur á sama stað og hún var á. Þeir sem þekkja Söru vita að það síðasta í stöðunni hjá henni er að gefast upp. Þrátt fyrir hvert mótlætið á fætur öðru hefur hún haldið áfram baráttu sinni um að komast aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit-heiminum. Það styttist í nýtt tímabil og Sara ætlar að nýta sér nýjustu læknatæknina til að gera skrokkinn kláran. Eins og áður leyfir hún fylgjendum sínum að fylgjast með, bæði á Instagram sem og í reglulegum þáttum sínum á Youtube. Sara var mætt í meðferð á læknamiðstöð í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún býr þessa stundina. Annað skref fram á við „Annað skref fram á við í þessu bataferli. Stofnfrumumeðferð hélt áfram hjá einum þeirra bestu, doktor Adeel Khan, doktor Saeed Shalmani og frábæra teyminu þeirra,“ skrifaði Sara á samfélagsmiðla sína. Það má sjá læknana sprauta stofnfrumum í veika hnéð og augljóst á myndunum sem fylgja að þetta var nú ekki alveg sársaukalaust. Læknarnir nota stóra og mikla sprautu og fylgjast jafnóðum með árangri sínum í ómtæki. Stofnfrumur eru náttúrulegir græðarar hans en þær endurnýja stöðugt aðrar frumur. Ólíkt öðrum frumum hafa stofnfrumur þann einstæða eiginleika að geta orðið að ólíkum frumum, þar á meðal brjóskfrumum sem nauðsynlegar eru til að lagfæra liði í hnénu. Þeim er sprautað inn í hnéð með samþjöppuðum blóðflöguríkum blóðvökva og svo er að vona það besta. Mjög óþægilegt Eins og sést á myndunum þá er þetta mjög óþægilegt ferli en okkar kona er tilbúin að sigrast á smá sársauka ef þetta gæti þýtt betra hné fyrir komandi átök. „Ég er svo þakklát fyrir að geta haldið þessari reynslu áfram hér í Dúbaí, mínu öðru heimili,“ skrifaði Sara. „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili og að ég geti byrjað að undirbúa mig almennilega fyrir tímabilið eftir tvær vikur,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira