Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 08:33 Fjölskyldan hafði komið sér fyrir í niðurníddu húsnæði í skóglendi í Abruzzo. Getty Ákvörðun dómara á Ítalíu að láta taka börn frá foreldrum sínum sem eru frá Ástralíu og Bretlandi hefur vakið nokkra reiði í landinu en sumum þykir um að ræða aðför gegn óhefðbundnum lífstíl. Stjórnvöld hafa tjáð sig um málið og hyggjast skoða það. Catherine Birmingham, fyrrverandi reiðkennari frá Melbourne, og Nathan Trevallion, fyrrverandi matreiðslumaður frá Bristol, festu kaup á fasteign í niðurníðslu í skóglendi í Palmoli í Abruzzo árið 2021. Hugmyndin var að ala börnin þrjú, Utopia Rose, átta ára, og hina sex ára gömlu tvíbura Bluebell og Galorian, upp í náttúrunni. Fjölskyldan ræktaði eigin mat, sótti vatn í brunn og nýtti sólarorku til rafmagnsframleiðslu. Þá hélt hún nokkur húsdýr og börnin voru heimaskóluð. Aðstæður fjölskyldunnar rötuðu inn á borð yfirvalda eftir að leggja þurfti þau öll inn á sjúkrahús í september í fyrra, eftir að þau höfðu neytt eitraðra sveppa sem þau höfðu tínt í skóginum. Rannsókn leiddi í ljós að húsnæði fjölskyldunnar var óíbúðarhæft og að hreinlætisaðstæður væru hörmulegar. Saksóknarar fóru með málið fyrir dómstól, sem féllst á það að heimilisaðstæður barnanna væru óviðunandi og fyrirskipaði að þau skyldu tekin af foreldrum sínum. Þau voru flutt á heimili rekið af kirkjunni í síðustu viku, þar sem móðir þeirra dvelur með þeim en í öðru herbergi. Dómarinn fann meðal annars að því að foreldrarnir hefðu engar tekjur til að sjá fyrir börnunum, að þau lifðu við félagslega einangrun, að börnin sóttu ekki skóla og að það væri engin salernisaðstaða á heimilinu. Trevallion sagði í samtali við fjölmiðilinn La Repplica að verið færi að refsa fjölskyldunni fyrir að lifa utan kerfisins og eyðileggja hamingjuríkt líf þeirra. Foreldarnir hafa íhugað að flytja til Ástralíu vegna málsins. Eins og fyrr segir hefur málið vakið nokkra reiði og forsætisráðherrann Giorgia Meloni meðal annars lýst af því áhyggjum. Hefur hún skipað dómsmálaráðherranum Carlo Nordio að leggja mat á það hvort grípa þurfi inn í. Aðstoðarforsætisráðherrann Matteo Salvini hefur líkt ákvörðun dómarans við mannrán. Chiara Saraceno, þekktur ítalskur félagsfræðingur, segir hins vegar erfitt að átta sig á málinu. Það sé ekkert að því að heimaskóla börn en hins vegar virðist börnin í þessu tilviki hafa verið félagslega einangruð og búið við óviðunandi aðstæður. Ítalía Barnavernd Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Catherine Birmingham, fyrrverandi reiðkennari frá Melbourne, og Nathan Trevallion, fyrrverandi matreiðslumaður frá Bristol, festu kaup á fasteign í niðurníðslu í skóglendi í Palmoli í Abruzzo árið 2021. Hugmyndin var að ala börnin þrjú, Utopia Rose, átta ára, og hina sex ára gömlu tvíbura Bluebell og Galorian, upp í náttúrunni. Fjölskyldan ræktaði eigin mat, sótti vatn í brunn og nýtti sólarorku til rafmagnsframleiðslu. Þá hélt hún nokkur húsdýr og börnin voru heimaskóluð. Aðstæður fjölskyldunnar rötuðu inn á borð yfirvalda eftir að leggja þurfti þau öll inn á sjúkrahús í september í fyrra, eftir að þau höfðu neytt eitraðra sveppa sem þau höfðu tínt í skóginum. Rannsókn leiddi í ljós að húsnæði fjölskyldunnar var óíbúðarhæft og að hreinlætisaðstæður væru hörmulegar. Saksóknarar fóru með málið fyrir dómstól, sem féllst á það að heimilisaðstæður barnanna væru óviðunandi og fyrirskipaði að þau skyldu tekin af foreldrum sínum. Þau voru flutt á heimili rekið af kirkjunni í síðustu viku, þar sem móðir þeirra dvelur með þeim en í öðru herbergi. Dómarinn fann meðal annars að því að foreldrarnir hefðu engar tekjur til að sjá fyrir börnunum, að þau lifðu við félagslega einangrun, að börnin sóttu ekki skóla og að það væri engin salernisaðstaða á heimilinu. Trevallion sagði í samtali við fjölmiðilinn La Repplica að verið færi að refsa fjölskyldunni fyrir að lifa utan kerfisins og eyðileggja hamingjuríkt líf þeirra. Foreldarnir hafa íhugað að flytja til Ástralíu vegna málsins. Eins og fyrr segir hefur málið vakið nokkra reiði og forsætisráðherrann Giorgia Meloni meðal annars lýst af því áhyggjum. Hefur hún skipað dómsmálaráðherranum Carlo Nordio að leggja mat á það hvort grípa þurfi inn í. Aðstoðarforsætisráðherrann Matteo Salvini hefur líkt ákvörðun dómarans við mannrán. Chiara Saraceno, þekktur ítalskur félagsfræðingur, segir hins vegar erfitt að átta sig á málinu. Það sé ekkert að því að heimaskóla börn en hins vegar virðist börnin í þessu tilviki hafa verið félagslega einangruð og búið við óviðunandi aðstæður.
Ítalía Barnavernd Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira