Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 09:15 Fannar Ingi hefur fjarlægt tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Terezia Rotter Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný. Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný.
Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira