Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2025 20:20 Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri á Borg í Mjóafirði. Einar Árnason Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. Mjóifjörður er fámennasti byggði fjörður Austurlands og þar búa núna ellefu manns. Í fréttum Sýnar var rifjuð upp heimsókn í Mjóafjörð fyrir þáttinn Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í febrúar 2022. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ sagði Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri, í þættinum. „Nú er þetta komið í nærliggjandi firði og gengur býsna vel. Of afhverju ætti það þá ekki að vera hægt hér?“ spurði Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Laxeldi var raunar stundað í Mjóafirði um fimm ára skeið upp úr síðustu aldamótum. „Hér eru þessir fáu sem eftir eru sammála um það og sjá ekkert því til fyrirstöðu að fá það hingað. Og ég held að það verði,“ sagði Sigfús. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já, já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ sagði Sævar. Séð yfir byggðina í Mjóafirði.Einar Árnason Og núna virðast óskir Mjófirðinga ætla að rætast, miðað við orð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráherra á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. „Ég hef kallað eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum. Gert er ráð fyrir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði tilbúin snemma á vormánuðum. Og þá verður ekkert því til fyrirstöðu að farið verði í útboð á svæðunum, enda liggur fyrir strandsvæðaskipulag fyrir Mjóafjörð,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í Hörpu í gær.Sjávarútvegsdagurinn Þeir Sigfús og Sævar sögðu báðir í samtali við fréttastofu í dag að þeim litist vel á ákvörðun ráðherrans. „Mér líst vel á þessa ákvörðun ráðherra. Hún er skelegg þessi kona,“ sagði Sigfús. En hverju gæti Mjóifjörður skilað í afurðum laxeldis? Um það spurðum við Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðing í dag en hann er óháður ráðgjafi í fiskeldismálum. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur er ráðgjafi um fiskeldi.aðsend Jón Örn segir Mjóafjörð opinn með mikil sjóskipti og botnstraumi, sem ráði mestu um burðarþol. Hann áætlar að burðarþol fjarðarins sé að minnsta kosti tíu til tólf þúsund tonn. „Í því tilliti er mikilvægt að eldissvæði sé staðsett í og yfir markantinum en ekki í miðjum firðinum, þar sem botnstraumur er jafnan minnstur í djúpálnum,“ segir Jón Örn. Miðað við að þúsund krónur fáist fyrir kílóið af laxi gæfi það tíu til tólf milljarða króna verðmæti á hverju ári. Í mörgum heimsóknum til Færeyja hefur Sigfús á Brekku kynnst laxeldinu þar. „Þá náttúrlega sá maður þetta allt saman. Hvað þetta er flott. Hvað þetta gefur rosalegar tekjur. Og hve möguleikarnir eru miklir við þetta. Og þetta hlýtur að vera hægt hérna, alveg eins. Getur ekki annað verið,“ sagði Sigfús. Fjarðabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Vísindi Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Mjóifjörður er fámennasti byggði fjörður Austurlands og þar búa núna ellefu manns. Í fréttum Sýnar var rifjuð upp heimsókn í Mjóafjörð fyrir þáttinn Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í febrúar 2022. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ sagði Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri, í þættinum. „Nú er þetta komið í nærliggjandi firði og gengur býsna vel. Of afhverju ætti það þá ekki að vera hægt hér?“ spurði Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Laxeldi var raunar stundað í Mjóafirði um fimm ára skeið upp úr síðustu aldamótum. „Hér eru þessir fáu sem eftir eru sammála um það og sjá ekkert því til fyrirstöðu að fá það hingað. Og ég held að það verði,“ sagði Sigfús. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já, já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ sagði Sævar. Séð yfir byggðina í Mjóafirði.Einar Árnason Og núna virðast óskir Mjófirðinga ætla að rætast, miðað við orð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráherra á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. „Ég hef kallað eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum. Gert er ráð fyrir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði tilbúin snemma á vormánuðum. Og þá verður ekkert því til fyrirstöðu að farið verði í útboð á svæðunum, enda liggur fyrir strandsvæðaskipulag fyrir Mjóafjörð,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í Hörpu í gær.Sjávarútvegsdagurinn Þeir Sigfús og Sævar sögðu báðir í samtali við fréttastofu í dag að þeim litist vel á ákvörðun ráðherrans. „Mér líst vel á þessa ákvörðun ráðherra. Hún er skelegg þessi kona,“ sagði Sigfús. En hverju gæti Mjóifjörður skilað í afurðum laxeldis? Um það spurðum við Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðing í dag en hann er óháður ráðgjafi í fiskeldismálum. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur er ráðgjafi um fiskeldi.aðsend Jón Örn segir Mjóafjörð opinn með mikil sjóskipti og botnstraumi, sem ráði mestu um burðarþol. Hann áætlar að burðarþol fjarðarins sé að minnsta kosti tíu til tólf þúsund tonn. „Í því tilliti er mikilvægt að eldissvæði sé staðsett í og yfir markantinum en ekki í miðjum firðinum, þar sem botnstraumur er jafnan minnstur í djúpálnum,“ segir Jón Örn. Miðað við að þúsund krónur fáist fyrir kílóið af laxi gæfi það tíu til tólf milljarða króna verðmæti á hverju ári. Í mörgum heimsóknum til Færeyja hefur Sigfús á Brekku kynnst laxeldinu þar. „Þá náttúrlega sá maður þetta allt saman. Hvað þetta er flott. Hvað þetta gefur rosalegar tekjur. Og hve möguleikarnir eru miklir við þetta. Og þetta hlýtur að vera hægt hérna, alveg eins. Getur ekki annað verið,“ sagði Sigfús.
Fjarðabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Vísindi Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20