Fótbolti

Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guomundsson fagnar marki sínu fyrir Fiorentina í kvöld en markið var dæmt af.
Albert Guomundsson fagnar marki sínu fyrir Fiorentina í kvöld en markið var dæmt af. Getty/Francesco Scaccianoce

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina töpuðu 0-1 á heimavelli á móti AEK Aþenu í Sambandsdeildinni í kvöld.

Albert var í byrjunarliðinu og hélt að hann hefði komið liði sínu yfir á 17. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Mijat Gacinovic kom gríska liðinu yfir á 35. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Albert fékk gula spjaldið á 44. mínútu og náði ekki frekar en félagar sínir að ná inn jöfnunarmarki.

Fiorentina er með tvo sigra og tvö töp í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni og sitja í sautjánda sætinu.

Crystal Palace tapaði 2-1 á útivelli á móti Strasbourg. Tyrick Mitchell kom enska liðinu yfir á 35. mínútu en Frakkarnir skoruðu tvisvar í seinni hálfleiknum. Emanuel Emegha jafnaði metin á 53. mínútu og Samir El Mourabet skoraði sigurmarkið á 77. mínútu.

Crystal Palace er í átjánda sæti eða í næsta sæti á eftir Fiorentina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×