Innlent

Bein út­sending: Að­ferðir til að líða sem best í skamm­deginu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Erindin fjalla meðal annars um hvernig hreyfing hefur áhrif á líðan og skammdegisþunglyndi.
Erindin fjalla meðal annars um hvernig hreyfing hefur áhrif á líðan og skammdegisþunglyndi. Vísir/Vilhelm

Þriðji fundur í fundarröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Yfirskrift fundarins eru Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu. 

Erik Brynjar Schweitz Eriksson geðlæknir tekur fyrstur til máls þar sem hann ræðir skammdegisþunglyndi, einkenni og úrræði.

Þar á eftir fjallar Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá embætti landlæknis, um hvernig hreyfing hreyfing hefur áhrif á líðan.

Helga Arnardóttir, verkefnisstjóri geðræktar hjá embætti landlæknis, lýsir leiðum til að efla andlega líðan með HappApp og Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, fer yfir hvernig byggja eigi upp góðan dag yfir vetrartímann.

Að lokum tekur Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, til máls undir liðnum Betri svefn - Betri líðan í skammedginu.

Fundarstjóri er Arna Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum. Markmið fundarins er að veita yfirsýn yfir stöðu vísindalegrar þekkingar tengt líðan og heilsu í skammdeginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×