Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 16:03 Innblásturinn að bókinni sótti Heiðbjört í eigin reynslu af móðurhlutverkinu. „Sögur allra mæðra skipta máli. Stundum þarf aðeins hvatningu til að segja þær,“ segir Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir grunnskólakennari sem fyrir ári fékk þá hugmynd að gefa út bók, nánar tiltekið útfyllingarbók, fyrir mæður sem vilja segja eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með barninu sínu. Bókin kom út á dögunum hjá Söguspor og ber heitið Mamma- sagan þín. Heiðbjört vann í mörg ár sem snyrtifræðingur áður en hún ákvað að söðla um, taka kennsluréttindin og gerast kennari í Lundarskóla á Akureyri. Hugmyndin að bókinni kviknaði síðan fyrir ári síðan, á meðan kennaraverkfall stóð yfir. „Ég hafði séð sambærilegar bækur erlendis en mér fannst vanta svona bók á íslensku. Mig langaði að búa til bók sem myndi skapa sterkari brú milli kynslóða með því að auka skilning á milli mæðra og barna, ekki síst þeirra barna sem eru orðin fullorðin. Bók sem leiðir mæður í gegnum það ferli að skrifa eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með næstu kynslóð.” Allar sögur skipta máli Heiðbjört á sjálf tvö börn sem eru 19 ára og 12 ára. „Það breytist náttúrulega allt þegar þú færð þetta nýja hlutverk í lífinu, að verða móðir. Og ég man eftir því á sínum tíma, þegar ég var að taka mín fyrstu spor í móðurhlutverkinu, þá var ég alltaf að leita til mömmu með alls kyns spurningar. Og á sama tíma fór ég oftar að velta fyrir mér spurningunni: Hver var mamma mín áður en hún varð mamma? Þegar maður er barn þá er mamma einhvern veginn bara þessi kona sem á bara að vera búin til úr stáli, konan sem sér um að fæða og klæða og græja og gera og hugga. En eftir því sem maður eldist þá fer maður að sjá mömmu sína í nýju ljósi. Þannig var allavega mín upplifun. Mamma hafði alltaf verið „bara“ mamma en með árunum kviknuðu spurningar um hvernig lífsreynsla móður minnar hafði mótað hana - bæði sem konu og móður. Ég lagði við hlustir, fór að skilja hana betur og sjá hana sem konu með sögu sem er lengri en mín eigin. Það varð til þess að ég kynntist henni eiginlega alveg upp á nýtt.” Bókin inniheldur inniheldur allt í allt 170 fjölbreyttar spurningar auk þess sem þar má finna ljóð, uppskriftir og heimilisráð til að deila á milli kynslóða. Bókin inniheldur síðan líka frásagnir fjölmargra þjóðþekktra kvenna þar sem þær deila upplifun sinni af móðurhlutverkinu. Þar á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona, Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur. „Með því að birta reynslusögur ólíkra kvenna langaði mig að gefa öðrum konum innblástur, af því að ég veit að fyrir mörgum þeirra getur það reynst heilmikið verkefni að byrja að skrifa í svona bók. Þess vegna datt mér í hug að prófa að hafa samband við alls konar konur og fá þeirra innlegg. Við erum allar með ólíkar sögur, en allar sögur skipta máli. Ég hugsaði að vísu með mér í fyrstu að þetta væri kannski of mikil bjartsýni hjá mér, að hafa samband við allar þessar konur, verandi kennari frá Akureyri sem er ekki þekkt sem rithöfundur. En svo ákvað ég bara að reyna og sendi tölvupóst á hinar og þessar konur sem mér datt í hug. Það voru auðvitað ekkert allar sem svöruðu og einhverjar sögðu nei, en svo fóru allt í einu að berast svör héðan og þaðan, allt frá konum sem þekkja mig ekki neitt, og sögðust allar vera meira en til í að taka þátt og fannst hugmyndin frábær. Og ég varð svo ótrúlega meir yfir því að þær skyldu treysta mér, bláókunnugu konu. Ég sendi þeim síðan spurningar og svörin sem ég fékk til baka voru öll svo ótrúlega einlæg og falleg. Leiðarvísir fyrir mæður Bókin samanstendur af ellefu köflum, en hver og einn snýr að mismunandi hlið á móðurhlutverkinu. Í einum kaflanum, sem ber heitið Ég og þú, beinir móðirin til dæmis svörunum sérstaklega til barnsins sem fær bókina; hún rifjar upp minningar sem hún á með barninu, af hverju hún er stolt af barninu, hvað henni finnst gaman að gera með barninu og hvernig hún vill verja meiri tíma með barninu í dag. Í kaflanum Móðurhlutverkið má finna spurningar á borð við: „Hvernig hefur móðurhlutverkið mótað þig sem persónu?“ og „Hvað kom þér mest á óvart við móðurhlutverkið?“ og „Hvaða hluta úr þínu uppeldi valdir þú að taka með þér inn í eigið foreldrahlutverk?“ og „Hvernig hefur mér gengið að finna jafnvægi á milli þess að vera móðir og að vera kona með eigin drauma?“ „Annar kafli, sem ber heitið úr Einu og annað, inniheldur síðan spurningar sem miða að því að gera móðurinni kleift að finna sjálfa sig svolítið upp á nýtt og líta inn á við. Spurningar eins og „Hvaða fólk hefur mest áhrif á þig?“ Er eitthvað sem þú nýtur að gera í einrúmi?“ og „Á hvern getur þú alltaf stólað?“ segir Heiðbjört. „Það sem vakti fyrir mér var að gera barni kleift að kynnast móður sinni á nýjan hátt, og eins að gera móðurinni kleift að finna sig upp á nýtt, með því að fara í gegnum þetta ferðalag. Ég lít á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi fyrir mæður, til að ígrunda líf sitt og skilja eftir sig sögu. Ég trúi því að móðir og barn geti eflt skilninginn og styrkt tengslin sín á milli í gegnum sögur, minningar og hlý orð. Tíminn breytist nefnilega svo hratt og það er svo ótrúlega dýrmætt að varðveita sögur fólks.Ég held líka að sem foreldri þá sé svo margt í þinni sögu sem þér finnst kannski ekkert merkilegt en börnunum þínum finnst það samt stórmerkilegt.Þess vegna er til dæmis þessi spurning í einum kaflanum sem ber heitið Unglingsárin: „Hvað gerðiru þér til skemmtunar þegar þú varst unglingur?“Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að segja eldri stráknum mínum frá því þegar ég var unglingur á sínum tíma og við vinahópurinn vorum alltaf að fara saman út á videoleigu að taka spólu. Þetta var svona veruleiki sem hann þekkti auðvitað ekki.” Heiðbjört sér allra síst eftir því að hafa fylgt eftir draumnum um að gefa út bók. Öflugt kvennateymi Heiðbjört segir það jafnframt vera markmiðið með bókinni að styrkja tengsl móður og barnsins. Hún kveðst þekkja það á eigin skinni hversu mikilvægt sé að styrkja og varðveita þessi tengsl. „Ég var ung þegar foreldrar mínir skildu. Það voru flóknar aðstæður þegar mamma og pabbi bjuggu allt í einu ekki lengur saman og það voru alls kyns erfiðar tilfinningar sem brutust út á þessum tíma. Þess vegna finnst mér svo brýnt að leggja rækt við tengslin á milli foreldra og barna. Af því að ég þekki það af eigin reynslu hvað tengsl geta verið brothætt. Það þarf að næra þau alla ævi. Ég hef líka séð það svo oft í starfinu mínu sem kennari að þegar barn á í góðum tengslum við fólkið í kringum sig, heima og líka í skólanum, þá ganga hlutirnir ósjálfrátt svo miklu betur. Heiðbjört kveðst afar stolt af afrakstrinum og hún sér allra síst eftir því að hafa fylgt eftir draumnum um að gefa út bók. Næst á dagskrá er sambærileg bók- fyrir feður. Hún mun koma út á næsta ári. „Þegar ég var yngri fékk ég alltaf alls kyns hugmyndir sem urðu síðan ekkert endilega að veruleika. Svo er það þannig þegar maður fer að detta í fertugsaldurinn þá fer maður aðeins meira að þora að kýla á hlutina og er ekki eins mikið að velta sér upp úr hvað öðrum finnst. Og þetta var ein af þeim hugmyndum sem ég bara ákvað að framkvæma. Vinkona mín, hún María Hólmgrímsdóttir stofnaði síðan með mér útgáfufélagið sem gefur bókina út, Söguspor, og Sísí Þórðardóttir grafískur hönnuður sá um að hanna bókina með mér. Þetta var hugmynd sem kviknaði hjá mér en lifnaði svo við þegar ég var komin með þessar réttu konur mér við hlið.” Börn og uppeldi Bókaútgáfa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Heiðbjört vann í mörg ár sem snyrtifræðingur áður en hún ákvað að söðla um, taka kennsluréttindin og gerast kennari í Lundarskóla á Akureyri. Hugmyndin að bókinni kviknaði síðan fyrir ári síðan, á meðan kennaraverkfall stóð yfir. „Ég hafði séð sambærilegar bækur erlendis en mér fannst vanta svona bók á íslensku. Mig langaði að búa til bók sem myndi skapa sterkari brú milli kynslóða með því að auka skilning á milli mæðra og barna, ekki síst þeirra barna sem eru orðin fullorðin. Bók sem leiðir mæður í gegnum það ferli að skrifa eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með næstu kynslóð.” Allar sögur skipta máli Heiðbjört á sjálf tvö börn sem eru 19 ára og 12 ára. „Það breytist náttúrulega allt þegar þú færð þetta nýja hlutverk í lífinu, að verða móðir. Og ég man eftir því á sínum tíma, þegar ég var að taka mín fyrstu spor í móðurhlutverkinu, þá var ég alltaf að leita til mömmu með alls kyns spurningar. Og á sama tíma fór ég oftar að velta fyrir mér spurningunni: Hver var mamma mín áður en hún varð mamma? Þegar maður er barn þá er mamma einhvern veginn bara þessi kona sem á bara að vera búin til úr stáli, konan sem sér um að fæða og klæða og græja og gera og hugga. En eftir því sem maður eldist þá fer maður að sjá mömmu sína í nýju ljósi. Þannig var allavega mín upplifun. Mamma hafði alltaf verið „bara“ mamma en með árunum kviknuðu spurningar um hvernig lífsreynsla móður minnar hafði mótað hana - bæði sem konu og móður. Ég lagði við hlustir, fór að skilja hana betur og sjá hana sem konu með sögu sem er lengri en mín eigin. Það varð til þess að ég kynntist henni eiginlega alveg upp á nýtt.” Bókin inniheldur inniheldur allt í allt 170 fjölbreyttar spurningar auk þess sem þar má finna ljóð, uppskriftir og heimilisráð til að deila á milli kynslóða. Bókin inniheldur síðan líka frásagnir fjölmargra þjóðþekktra kvenna þar sem þær deila upplifun sinni af móðurhlutverkinu. Þar á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona, Ágústa Johnson líkamsræktarfrömuður, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur. „Með því að birta reynslusögur ólíkra kvenna langaði mig að gefa öðrum konum innblástur, af því að ég veit að fyrir mörgum þeirra getur það reynst heilmikið verkefni að byrja að skrifa í svona bók. Þess vegna datt mér í hug að prófa að hafa samband við alls konar konur og fá þeirra innlegg. Við erum allar með ólíkar sögur, en allar sögur skipta máli. Ég hugsaði að vísu með mér í fyrstu að þetta væri kannski of mikil bjartsýni hjá mér, að hafa samband við allar þessar konur, verandi kennari frá Akureyri sem er ekki þekkt sem rithöfundur. En svo ákvað ég bara að reyna og sendi tölvupóst á hinar og þessar konur sem mér datt í hug. Það voru auðvitað ekkert allar sem svöruðu og einhverjar sögðu nei, en svo fóru allt í einu að berast svör héðan og þaðan, allt frá konum sem þekkja mig ekki neitt, og sögðust allar vera meira en til í að taka þátt og fannst hugmyndin frábær. Og ég varð svo ótrúlega meir yfir því að þær skyldu treysta mér, bláókunnugu konu. Ég sendi þeim síðan spurningar og svörin sem ég fékk til baka voru öll svo ótrúlega einlæg og falleg. Leiðarvísir fyrir mæður Bókin samanstendur af ellefu köflum, en hver og einn snýr að mismunandi hlið á móðurhlutverkinu. Í einum kaflanum, sem ber heitið Ég og þú, beinir móðirin til dæmis svörunum sérstaklega til barnsins sem fær bókina; hún rifjar upp minningar sem hún á með barninu, af hverju hún er stolt af barninu, hvað henni finnst gaman að gera með barninu og hvernig hún vill verja meiri tíma með barninu í dag. Í kaflanum Móðurhlutverkið má finna spurningar á borð við: „Hvernig hefur móðurhlutverkið mótað þig sem persónu?“ og „Hvað kom þér mest á óvart við móðurhlutverkið?“ og „Hvaða hluta úr þínu uppeldi valdir þú að taka með þér inn í eigið foreldrahlutverk?“ og „Hvernig hefur mér gengið að finna jafnvægi á milli þess að vera móðir og að vera kona með eigin drauma?“ „Annar kafli, sem ber heitið úr Einu og annað, inniheldur síðan spurningar sem miða að því að gera móðurinni kleift að finna sjálfa sig svolítið upp á nýtt og líta inn á við. Spurningar eins og „Hvaða fólk hefur mest áhrif á þig?“ Er eitthvað sem þú nýtur að gera í einrúmi?“ og „Á hvern getur þú alltaf stólað?“ segir Heiðbjört. „Það sem vakti fyrir mér var að gera barni kleift að kynnast móður sinni á nýjan hátt, og eins að gera móðurinni kleift að finna sig upp á nýtt, með því að fara í gegnum þetta ferðalag. Ég lít á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi fyrir mæður, til að ígrunda líf sitt og skilja eftir sig sögu. Ég trúi því að móðir og barn geti eflt skilninginn og styrkt tengslin sín á milli í gegnum sögur, minningar og hlý orð. Tíminn breytist nefnilega svo hratt og það er svo ótrúlega dýrmætt að varðveita sögur fólks.Ég held líka að sem foreldri þá sé svo margt í þinni sögu sem þér finnst kannski ekkert merkilegt en börnunum þínum finnst það samt stórmerkilegt.Þess vegna er til dæmis þessi spurning í einum kaflanum sem ber heitið Unglingsárin: „Hvað gerðiru þér til skemmtunar þegar þú varst unglingur?“Ég man til dæmis eftir því þegar ég var að segja eldri stráknum mínum frá því þegar ég var unglingur á sínum tíma og við vinahópurinn vorum alltaf að fara saman út á videoleigu að taka spólu. Þetta var svona veruleiki sem hann þekkti auðvitað ekki.” Heiðbjört sér allra síst eftir því að hafa fylgt eftir draumnum um að gefa út bók. Öflugt kvennateymi Heiðbjört segir það jafnframt vera markmiðið með bókinni að styrkja tengsl móður og barnsins. Hún kveðst þekkja það á eigin skinni hversu mikilvægt sé að styrkja og varðveita þessi tengsl. „Ég var ung þegar foreldrar mínir skildu. Það voru flóknar aðstæður þegar mamma og pabbi bjuggu allt í einu ekki lengur saman og það voru alls kyns erfiðar tilfinningar sem brutust út á þessum tíma. Þess vegna finnst mér svo brýnt að leggja rækt við tengslin á milli foreldra og barna. Af því að ég þekki það af eigin reynslu hvað tengsl geta verið brothætt. Það þarf að næra þau alla ævi. Ég hef líka séð það svo oft í starfinu mínu sem kennari að þegar barn á í góðum tengslum við fólkið í kringum sig, heima og líka í skólanum, þá ganga hlutirnir ósjálfrátt svo miklu betur. Heiðbjört kveðst afar stolt af afrakstrinum og hún sér allra síst eftir því að hafa fylgt eftir draumnum um að gefa út bók. Næst á dagskrá er sambærileg bók- fyrir feður. Hún mun koma út á næsta ári. „Þegar ég var yngri fékk ég alltaf alls kyns hugmyndir sem urðu síðan ekkert endilega að veruleika. Svo er það þannig þegar maður fer að detta í fertugsaldurinn þá fer maður aðeins meira að þora að kýla á hlutina og er ekki eins mikið að velta sér upp úr hvað öðrum finnst. Og þetta var ein af þeim hugmyndum sem ég bara ákvað að framkvæma. Vinkona mín, hún María Hólmgrímsdóttir stofnaði síðan með mér útgáfufélagið sem gefur bókina út, Söguspor, og Sísí Þórðardóttir grafískur hönnuður sá um að hanna bókina með mér. Þetta var hugmynd sem kviknaði hjá mér en lifnaði svo við þegar ég var komin með þessar réttu konur mér við hlið.”
Börn og uppeldi Bókaútgáfa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira