Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2025 23:02 Ívar Kjartansson er annar eigenda Neskju. Vísir Eigandi konfektgerðar hikaði ekki þegar tækifæri gafst á að opna nýja verslun og framleiðslu í Grindavík. Hann segist finna fyrir gleði bæjarbúa að ný atvinnustarfsemi opni í bænum. Konfektgerðin Neskja opnaði verslun nýverið í Grindavík en þar er framleitt handverkskonfekt frá grunni. Á bakvið fyrirtækið eru matreiðslumaðurinn Ívar Kjartansson og eiginkona hans Kung sem er súkkulaðigerðarmeistari. Þau hikuðu ekki þegar tækifæri gafst á að fá húsnæði undir starfsemina í Grindavík. „Af hverju ekki? Hér er geggjað að vera, fallegur staður og yndislegt fólk. Við vildum alltaf hafa þetta á Suðurnesjum og vorum búin að leita að húsnæði og gekk illa.“ Á fjörugum föstudegi í Grindavík bauðst gestum og gangandi að smakka konfektið.Vísir “Svo duttum við inn á þetta hér og stukkum á það um leið og höfum aldrei litið til baka,“ sagði Ívar í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Bara byrjunin Töluverðan búnað þarf til að koma framleiðslu sem þessari af stað, meðal annars stærðarinnar steypuhrærivél en fjölskylda Ívars hefur að miklu leyti séð sjálf um að standsetja húsnæðið. Verslunin er staðsett í Grindavík.Vísir „Við erum ekki komin með allt sem þarf, við ætlum að byrja smátt og byrja með þessar vörur og þetta eru svona steinvölur, súkkulaðivölur. Þetta er byrjunin og svo er vonin að við getum stækkað og búið til meira.“ Fullt út úr dyrum á opnunardeginum Verslunin opnaði á fjörugum föstudegi síðastliðinn föstudag í Grindavík og eins og sjá má var nánast fullt út úr dyrum í versluninni. Viðtökur hafa verið framar vonum og Ívar segir fólk í bænum ánægt með að ný atvinnustarfsemi sé að fara af stað í bænum. „Við höfum fundið fyrir því og rosalega ánægjulegt að vera hingað komin og við erum rosalega þakklát að vera komin hingað til grindavíkur og spennt fyrir framtíðinni,“ sagði Ívar að lokum. Verslun Sælgæti Grindavík Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Konfektgerðin Neskja opnaði verslun nýverið í Grindavík en þar er framleitt handverkskonfekt frá grunni. Á bakvið fyrirtækið eru matreiðslumaðurinn Ívar Kjartansson og eiginkona hans Kung sem er súkkulaðigerðarmeistari. Þau hikuðu ekki þegar tækifæri gafst á að fá húsnæði undir starfsemina í Grindavík. „Af hverju ekki? Hér er geggjað að vera, fallegur staður og yndislegt fólk. Við vildum alltaf hafa þetta á Suðurnesjum og vorum búin að leita að húsnæði og gekk illa.“ Á fjörugum föstudegi í Grindavík bauðst gestum og gangandi að smakka konfektið.Vísir “Svo duttum við inn á þetta hér og stukkum á það um leið og höfum aldrei litið til baka,“ sagði Ívar í viðtali sem birtist í kvöldfréttum Sýnar. Bara byrjunin Töluverðan búnað þarf til að koma framleiðslu sem þessari af stað, meðal annars stærðarinnar steypuhrærivél en fjölskylda Ívars hefur að miklu leyti séð sjálf um að standsetja húsnæðið. Verslunin er staðsett í Grindavík.Vísir „Við erum ekki komin með allt sem þarf, við ætlum að byrja smátt og byrja með þessar vörur og þetta eru svona steinvölur, súkkulaðivölur. Þetta er byrjunin og svo er vonin að við getum stækkað og búið til meira.“ Fullt út úr dyrum á opnunardeginum Verslunin opnaði á fjörugum föstudegi síðastliðinn föstudag í Grindavík og eins og sjá má var nánast fullt út úr dyrum í versluninni. Viðtökur hafa verið framar vonum og Ívar segir fólk í bænum ánægt með að ný atvinnustarfsemi sé að fara af stað í bænum. „Við höfum fundið fyrir því og rosalega ánægjulegt að vera hingað komin og við erum rosalega þakklát að vera komin hingað til grindavíkur og spennt fyrir framtíðinni,“ sagði Ívar að lokum.
Verslun Sælgæti Grindavík Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent