Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 11:02 Arne Slot tók stóra ákvörðun varðandi Mohamed Slot um helgina en hvað gerir hann á morgun? Getty/Robbie Jay Barratt Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Mohamed Salah hafa tekið því af mikilli fagmennsku síðustu tvo daga að hafa verið settur á varamannabekkinn á sunnudaginn. Næsti leikur liðsins er annað kvöld. Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá. Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Fleiri fréttir Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira
Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá.
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Fleiri fréttir Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Sjá meira