Enski boltinn

FC Mávar færa Ólafi Jóhanni mont­rétt á FM

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Jóhann Steinsson er með Danny Welbeck í fremstu víglínu.
Ólafur Jóhann Steinsson er með Danny Welbeck í fremstu víglínu. Samsett/FM957/Getty

Útvarpsmaðurinn vinsæli Ólafur Jóhann Steinsson er að sjálfsögðu með lið í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Brighton-ilmurinn af liði Ólafs vakti athygli strákanna í hlaðvarpinu Fantasýn.

Ný umferð hefst í kvöld í ensku úrvalsdeildinni og því ekki seinna vænna fyrir þáttakendur í fantasy-leiknum að gera breytingar á sínu liði.

Ólafur Jóhann er einn þeirra sem gæti verið að íhuga breytingar eftir aðeins 27 stig í síðustu umferð en eins og bent var á í Fantasýn þá þekkja allir það að eiga lélega viku.

Lið Ólafs Jóhanns Steinssonar í 13. umferð. Það hefur oft gengið betur og þrefaldur stigafjöldi Erling Haaland skilaði aðeins sex stigum.fantasy.premierleague.com

„Við skulum átta okkur á því að af þeim útvarpsmönnum á FM957 sem við höfum fylgst með þá er hann fyrir ofan bæði Rikka G og töluvert fyrir ofan Egil Ploder,“ sagði Sindri Kamban í Fantasýn.

„Ég held að hann sé líka fyrir ofan Þungavigtarbræðurna þannig að hann getur bara borið höfuðið hátt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. Þeir veltu fyrir sér nafninu á liði Ólafs Jóhanns, FC Mávar:

„Ætli hann haldi með Brighton?“ spurðir Albert en Brighton-menn eru kallaðir Mávarnir (e. Seagulls).

„Hann tók alla vega Welbeck inn fyrir þessa viku,“ benti Sindri á.

„FC Mávar að standa undir nafni. Og Baleba á bekknum. Tveir Brighton-menn. Þetta er aðdáandi,“ sagði Albert en hlusta má á þáttinn hér að neðan. Umræðan um stjörnulið vikunnar hefst eftir um 59 mínútur.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér.

Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×