Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:57 Oft er mikil vetrarfærð um Fjarðarheiði og reglulega er ófært um heiðina. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“ Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“
Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54