Ekkert verður af áttafréttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur Sjá meira
Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur Sjá meira