Enski boltinn

Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea

Sindri Sverrisson skrifar
Wilson Isidor var afar nálægt því að tryggja Sunderland sigur gegn Liverpool en Federico Chiesa náði á endanum að bjarga á marklínu.
Wilson Isidor var afar nálægt því að tryggja Sunderland sigur gegn Liverpool en Federico Chiesa náði á endanum að bjarga á marklínu. Getty/Carl Recine

Gærkvöldið var bráðfjörugt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar sex leikir fóru fram. Mörkin og öll helstu atvik úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Arsenal jók forskot sitt á toppnum með nokkuð þægilegum 2-0 sigri gegn Brentford, á meðan að Chelsea tapaði fyrir nýliðum Leeds, 3-1. 

Liverpool tókst ekki að fylgja eftir sigrinum gegn West Ham og gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við nýliða Sunderland, þar sem Florian Wirtz virtist hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Liverpool en það var skráð sem sjálfsmark. Gestirnir fengu algjört dauðafæri til að stela sigrinum í lokin.

Ollie Watkins skoraði tvennu í 4-3 endurkomusigri Aston Villa gegn Brighton, Crystal Palace vann Burnley á útivelli 1-0 og það gerði Nottingham Forest einnig gegn botnliði Wolves.

Mörkin og helstu atvik úr öllum leikjunum, auk viðtala við stjóra liðanna, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×