Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2025 07:00 Jón Gnarr leikur fyrrverandi tollvörðinn Felix meðan Edda Björgvinsdóttir leikur Klöru. Þau neyðast til að flytja af heimili sínu í þjónustuíbúð fyrir eldri borgara en sá nýi veruleiki hefur gjörólík áhrif á þau tvö. Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega. Þannig mætti lýsa Felix og Klöru sem er tíu þátta gamandramasería í leikstjórn Ragnars Bragasonar sem skrifar jafnframt handritið með Jóni Gnarr. Þættirnir eru framleiddir af Davíð Óskari Ólafssyni fyrir Mystery Productions og meðframleiðandi er belgíska framleiðslufyrirtækið Lunamine. Aðalhlutverkin tvö eru skipuð Jóni Gnarr og Eddu Björgvinsdóttur en auk þeirra fara Hrefna Hallgrímsdóttir, Jakob van Oosterhout, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Móeiður Ronja Davíðsdóttir og Halldór Gylfason með hlutverk í seríunni. Hjónin Felix (Jón) og Klara (Edda) eru eldri borgarar sem búa í rótgrónu hverfi í húsi sem Felix byggði sjálfur. Þegar heilsu Klöru tekur að hraka ákveður fjölskyldan að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Klara nýtur nýfundins frelsisins og félagslífsins en Felix upplifir sig utangátta. Næturvakt, dagvakt, fangavakt og... ellivakt? Ragnar Bragason og Jón Gnarr hafa átt í afar farsælu listrænu samstarfi síðustu tvo áratugi og getið af sér margar vinsælustu seríur landsins. Ragnar leikstýrði Jóni fyrst í sjö þáttum af fimmtu seríu Fóstbræðra sem kom út 2001 og unnu þeir svo aftur saman að Næturvaktinni sex árum síðar. Óhætt er að segja að sú sería hafi markað ákveðin tímamót í íslensku sjónvarpi, áhorfið var gríðarlegt og í minningunni var varla talað um annað í samfélaginu. Þremenningarnir Georg Bjarnfreðarson, Ólafur Ragnar Hannesson og Daníel Sævarsson festu sig samstundis í sessi sem ástsælar persónur. Jón Gnarr náði með Georg að blanda saman hinum ýmsu fýlupokum sem hann hafði leikið í Fóstbræðrum við menn sem hann þekkti úr raunveruleikanum, þar á meðal eigin föður. Daníel, Ólafur Ragnar og Georg. Serían varð svo vinsæl að hún gat af sér framhaldsseríurnar Dagvaktina (2008) og Fangavaktina (2009) auk kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson (2009). Langt er um liðið síðan maður horfði á þessa klassík en í minningunni olli Dagvaktin miklum vonbrigðum, Fangavaktin bætti lítillega upp fyrir þau og Bjarnfreðarson batt snyrtilegan hnút á sögu þremenninganna. Ragnar Bragason sagði í viðtali við Rúv að hugmyndin að Felix og Klöru hefði kviknað fyrir um fimmtán árum síðan en Jón og hann hefði lengi langað til að fjalla um líf eldri borgara. Borgarstjóraferill og sviðslistanám Jóns flæktust þó fyrir sem og önnur verkefni Ragnars þannig handritaskrifin hófust ekki fyrr en 2018. Lýsir hann þáttunum sem vangaveltum „um hjónaband og tilveru eldra fólks“ og þeir væru kómískir og dramatískir í bland. Þegar Jón Gnarr fór í forsetaframboð sumarið 2024 var hann einmitt í tökum fyrir þættina og minntist reglulega á hvað það tæki marga klukkutíma að farða hann. Í ljósi sögunnar og umfjöllunarefnisins var gagnrýnandi því nokkuð spenntur. Breytingar eru erfiðar Felix og Klara byrja á tilbreytingarlitlu heimilislífi þeirra hjóna, þau borða heimilismat, glápa á sjónvarpið og Felix sinnir sérviskulegum áhugamálum sínum. Þegar Felix kemur einn daginn að Klöru vankaðri á gólfinu er ljóst að þau geta ekki lengur búið heima hjá sér án aðstoðar. Þau ákveða, þó Felix sé mjög tregur til, að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Felix og Klara glápa á sjónvarpið. Klara upplifir frelsi í blokkinni, fegin að þurfa ekki að sinna heimilisstörfum og kampakát að geta blandað geði við annað fólk. Felix er aftur á móti eins og fiskur á þurru landi. Hann vill ekki exótískan mötuneytismatinn, hann vill ekki láta ókunnuga þrífa hjá sér og aðrir íbúar blokkarinnar fara í taugarnar á honum. Allt er komið á skjön og við það ýkjast helstu gallar Felix, fordómar hans og ofsóknaræði, þrjóska og þráhyggja. Fyrir utan Felix og Klöru, koma ýmsar persónur við sögu, börnin Erla (Hrefna) og Halli (Halldór Gylfa) koma nokkrum sinnum í heimsókn, hressu hárskera-hjónunum Mæju (Ragnheiði Steindórs) og Reyni (Arnari Jóns) bregður reglulega fyrir, rétt eins og Tobbu (Þórhildi Þorleifs), systur Klöru, sem þolir ekki Felix. Þegar á nýja heimilið er komið taka dellur Felix yfir og þráast hann við að framfylgja þeim. Yfirleitt fær ein della sviðsljósið í hverjum þætti. Í þriðja þætti rannsakar Felix hver ók á pappakassa með tímaritum sem hann geymdi í bílakjallaranum, í fjórða þætti heimsækir Felix lækni vegna risvandræða og í þeim fimmta á Felix að syngja með kór sínum á Sóheimum en er allan tímann kvíðinn og stressaður eftir að hafa lánað barnabarninu Gylfa (Jakobi) bíl. Þegar komið er á seinni hluta seríunnar kemur nokkuð upp á sem breytir dýnamíkinni á heimilinu og aukast vandræði Felix þá til muna. Fyndnustu augnablik seríunnar koma í síðustu þáttunum. Dramatíkin eykst þó líka þegar vandamál þeirra hjóna, drykkja Klöru og tillitsleysi Felix, eru ávörpuð og þau þurfa að takast á við þau. Við þurfum að tala um Felix Stærsti galli þáttanna er sjálfur Felix sem gleypir allt súrefni sögunnar. Felix minnir um margt á gamlan Georg Bjarnfreðarson nema heiftin og hrokinn hefur vikið fyrir almennu nöldri. Felix er hreinlega of leiðinlegur, hann er fordómafullur, ofsóknaróður, klaufskur, erfiður í samskiptum og almennt mjög ósjarmerandi. Lengst af finna áhorfendur ekki fyrir neinum blíðleika, húmor eða einhverju sem á að gefa honum einhverja jákvæðari dýpt. Það er ekki fyrr en undir lok seríunnar sem hann verður skyndilega auðmjúkur, huggulegur og hlýr. Sú breyting fannst mér fullbrött af því undirbyggingin gegnum seríuna er sáralítil. Höfundat vekja ekki nægilega mikla samúð með Felix til að maður nenni að horfa á hann. En það er vel hægt að vera með leiðinlega persónu ef þú skapar skapar skemmtilega framvindu í kringum hana. Lengst af fylgja þættirnir nokkuð skýrri formúlu: Felix fer með mónólóg í formi bréfs til einhverrar stofnunar, hann fær síðan einhverja flugu í hausinn og þrjóskast við að framfylgja henni þar til að Klara skammar hann á endanum. Uppákomurnar eru ágætlega fjölbreyttar en mér leið eins og ég væri að horfa á mismunandi útgáfur af sömu sögunni. Strax í þriðja þætti vorum við hjónin orðin leið á upphafsmónólógum Felix (sem eiga að vera leiðinlegir upp að ákveðnu marki). Í þeim þætti kemur sömuleiðis fyrir sena þar sem hjónin liggja upp í rúmi og eru að kýta um það hvort Felix sé handlaginn eða ekki. Við vorum ekki komin nema á þriðja þátt og fannst við hafa hlustað á sambærilegt samtal ótal sinnum. Drykkja Klöru eykst þegar í blokkina er komið. Þættirnir hefðu sömuleiðis getað heitið Felix því hann fær allt plássið í sögunni. Meðan áhorfendur fylgjast með dellum Felix situr Klara algjörlega á hakanum. Hún er tenging hjónanna við umheiminn, börn þeirra og aðra íbúa, en helsta hlutverk hennar er þó að skamma Felix. Mér leið eins og samskipti þeirra væru ekki annað en skammir hennar og kvartanir hans. Gott er að undirstrika ákveðna hluti með endurtekningu en hér verður það einum of. Þegar samtölin sneru svo að hversdagslegum hlutum var stundum eins og ókunnugar manneskjur væru að ræða saman. Ástæðan fyrir því að Georg virkaði svo vel í Vaktaseríunum var dýnamíkin sem varð til í samskiptum hans við Daníel og Ólaf. Hér eru samskiptin einhliða, grunn og áhorfendur fá enga tilfinningu fyrir því hvað dró þau hjónin saman eða hvernig manneskja Klara er. Felix skammast í Halla. Aukapersónur seríunnar eru sömuleiðis vannýttar. Dóri Gylfa er góður sem mislukkaði sonurinn Halli en kemur alltof lítið við sögu, Arnar Jónsson er góður sem hinn daðurslegi Reynir en samskiptin við hann eru frekar grunn og Þórhildur Þorleifs er frábær sem systirin Tobba. Gaman hefði verið að sjá persónugallerýið nýtt betur og það hefði um leið getað brotið upp á einhæfnina. Delluhegðun Felix nær ákveðnum hápunkti í sjötta þætti þegar hann fer bæði að safna ógrynni borðspila og ákveður að taka sjálfur slátur og gera þorramat. Felix fer yfir strikið sem endar með því að Klara slasast og þarf að fara á spítala. Um tíma er Felix aleinn á heimilinu og kemur þá enn betur í ljós hvað hann er ósjálfbjarga og vitlaus. Ýmsar senur tengdar þessu bjargarleysi eru með þeim bestu í seríunni. Í síðustu þáttunum krefur Klara hann um breytingar ellegar muni hún ekki snúa aftur heim. Hann er áfram jafnþver, fussar yfir hegðun Klöru og barmar sér við Hrefnu. Eins og fingri sé smellt breytist Felix á einu augnabliki og ákveður að bæta upp fyrir fyrri skissur og bæta sig sjálfur. Þetta virkar vel til að ljúka sögunni en vendipunkturinn er alveg óskýr sem grefur undan breytingunni. Sannfærandi og vel gerður heimur Þó ég kvarti dálítið undan persónunum og framvindunni ber að hrósa heildarútliti þáttanna. Förðun, búningar, leikmynd, tónlist og myndataka mynda saman sannfærandi heim. Förðun og gervi þáttanna er fyrsta flokks, Kristín Júlía Kristinsdóttir sér um gervin í heild meðan Thomas Foldberg og Ásta Hafþórsdóttir sjá um gervi Felix. Vel tekst að umbreyta tæplega sextugum Jóni í áttræðan Felix þó svipbrigði hans og tjáning skerðist nokkuð. Gervi Eddu er enn betra þó það sé ekki eins umfangsmikið og svo koma gervi ákveðinna smákaraktera mjög vel út, svartlitað hár Halla, toppurinn á Tobbu og bifvélavirkjarnir tveir sem Felix ruglar saman. Förðunin í þáttunum er fyrsta flokks, búningarnir heilt yfir fínir og leikmyndin ansi góð. Búningarnir hjá Helgu Rós V. Hannam eru ágætir, sérstaklega klæðnaður þeirra hjóna og annarra eldri borgara sem koma við sögu. Að vísu fannst okkur hjónum stinga smá í stúf hvað barnabörn þeirra hjóna virka úr takt við samtímann, Mæja litla (Móeiður Ronja) klæðist alltaf einhvers konar blazer og Gylfi er klipptur út úr sjöunda áratugnum. Leikmynd Huldu Helgadóttur virkar ekki ýkja flókin en er sannfærandi. Þættirnir gerast aðallega á heimilum þeirra hjóna, fyrst í gamla húsinu og síðan í blokkinni en auk þess koma ýmiss önnur rými við sögu. Maður fær tilfinningu fyrir því að pælt hafi verið í smáatriðum, samanber draslið á skrifstofu Felix, bílamyndirnar heima hjá þeim í byrjun, borðspiladraslið sem hann sankar að sér. Felix gleypir allt súrefnið og aðrir komast ekki að. Myndataka Árna Filippussonar er áreynslulaus. Senurnar eru mikið til kyrrstæðar samtalssenur og þá eru ýmist víðskot eða nærmyndir af persónum og skipt hæfilega þar á milli. Einstaka sinnum fá áhorfendur meiri krúsídúllur þar sem myndavélinni er stillt upp á skemmtilegum sjónarhornum, til dæmis inni í flutningabíl þegar þau eru að flytja eða þar sem ófókúseraður Felix stígur inn í fókusinn og svo út úr rýminu. Tónlist þáttanna er samin af Mugison sem gerir frábærlega með glaðlegum og skrípó tónum. Upphafsstef þáttanna minnti mig á einhverja blöndu af spæjaratónlist og sirkúsglamri, ankannalegt en taktvisst. Heilt yfir bætti tónlistin kærkomnum léttleika við seríu sem á til að verða fullþurr og hæg. Niðurstaða Felix og Klara hefðu allt eins getað heitið Felix því tollvörðurinn fyrrverandi gleypir alla söguna. Persónusköpun Klöru situr á hakanum, hún birtist áhorfendum sem tvívíður karakter og samskipti hjónanna eru yfirborðskennd. Felix er einn leiðinlegast karakter sem maður man eftir, hann er vissulega hlægilegur og lendir í ýmsum fyndnum uppákomum. Gott hefði verið að veita leiðindunum smá mótvægi, annað hvort með votti af jákvæðni eða með því að styrkja persónugallerýið og dýnamík persónanna. Þegar dramað tekur yfir grínið finnst manni höfundarnir ekki hafa unnið nægilega fyrir persónubreytingum söguhetjunnar. Þó kvarta megi yfir aðalpersónunum tveimur og hluta framvindunnar fá áhorfendur gullmola inn á milli. Æðisgenginn kvíði Felix yfir því að hafa lánað barnabarninu bíl sinn er kostulegur, sápu-krem Felix er geggjað grín og bifvélavirkjaruglingurinn undir lok seríunnar er algjörlega stórkostlegur. Útlit þáttanna er heildsætt og sannfærandi, þar sameinast frábær förðun, fínir búningar, geggjuð leikmynd og góð myndataka, svo ekki sé minnst á stórkostlega tónlist Mugisons. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01 Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fékk veipeitrun Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Þannig mætti lýsa Felix og Klöru sem er tíu þátta gamandramasería í leikstjórn Ragnars Bragasonar sem skrifar jafnframt handritið með Jóni Gnarr. Þættirnir eru framleiddir af Davíð Óskari Ólafssyni fyrir Mystery Productions og meðframleiðandi er belgíska framleiðslufyrirtækið Lunamine. Aðalhlutverkin tvö eru skipuð Jóni Gnarr og Eddu Björgvinsdóttur en auk þeirra fara Hrefna Hallgrímsdóttir, Jakob van Oosterhout, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Móeiður Ronja Davíðsdóttir og Halldór Gylfason með hlutverk í seríunni. Hjónin Felix (Jón) og Klara (Edda) eru eldri borgarar sem búa í rótgrónu hverfi í húsi sem Felix byggði sjálfur. Þegar heilsu Klöru tekur að hraka ákveður fjölskyldan að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Klara nýtur nýfundins frelsisins og félagslífsins en Felix upplifir sig utangátta. Næturvakt, dagvakt, fangavakt og... ellivakt? Ragnar Bragason og Jón Gnarr hafa átt í afar farsælu listrænu samstarfi síðustu tvo áratugi og getið af sér margar vinsælustu seríur landsins. Ragnar leikstýrði Jóni fyrst í sjö þáttum af fimmtu seríu Fóstbræðra sem kom út 2001 og unnu þeir svo aftur saman að Næturvaktinni sex árum síðar. Óhætt er að segja að sú sería hafi markað ákveðin tímamót í íslensku sjónvarpi, áhorfið var gríðarlegt og í minningunni var varla talað um annað í samfélaginu. Þremenningarnir Georg Bjarnfreðarson, Ólafur Ragnar Hannesson og Daníel Sævarsson festu sig samstundis í sessi sem ástsælar persónur. Jón Gnarr náði með Georg að blanda saman hinum ýmsu fýlupokum sem hann hafði leikið í Fóstbræðrum við menn sem hann þekkti úr raunveruleikanum, þar á meðal eigin föður. Daníel, Ólafur Ragnar og Georg. Serían varð svo vinsæl að hún gat af sér framhaldsseríurnar Dagvaktina (2008) og Fangavaktina (2009) auk kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson (2009). Langt er um liðið síðan maður horfði á þessa klassík en í minningunni olli Dagvaktin miklum vonbrigðum, Fangavaktin bætti lítillega upp fyrir þau og Bjarnfreðarson batt snyrtilegan hnút á sögu þremenninganna. Ragnar Bragason sagði í viðtali við Rúv að hugmyndin að Felix og Klöru hefði kviknað fyrir um fimmtán árum síðan en Jón og hann hefði lengi langað til að fjalla um líf eldri borgara. Borgarstjóraferill og sviðslistanám Jóns flæktust þó fyrir sem og önnur verkefni Ragnars þannig handritaskrifin hófust ekki fyrr en 2018. Lýsir hann þáttunum sem vangaveltum „um hjónaband og tilveru eldra fólks“ og þeir væru kómískir og dramatískir í bland. Þegar Jón Gnarr fór í forsetaframboð sumarið 2024 var hann einmitt í tökum fyrir þættina og minntist reglulega á hvað það tæki marga klukkutíma að farða hann. Í ljósi sögunnar og umfjöllunarefnisins var gagnrýnandi því nokkuð spenntur. Breytingar eru erfiðar Felix og Klara byrja á tilbreytingarlitlu heimilislífi þeirra hjóna, þau borða heimilismat, glápa á sjónvarpið og Felix sinnir sérviskulegum áhugamálum sínum. Þegar Felix kemur einn daginn að Klöru vankaðri á gólfinu er ljóst að þau geta ekki lengur búið heima hjá sér án aðstoðar. Þau ákveða, þó Felix sé mjög tregur til, að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Felix og Klara glápa á sjónvarpið. Klara upplifir frelsi í blokkinni, fegin að þurfa ekki að sinna heimilisstörfum og kampakát að geta blandað geði við annað fólk. Felix er aftur á móti eins og fiskur á þurru landi. Hann vill ekki exótískan mötuneytismatinn, hann vill ekki láta ókunnuga þrífa hjá sér og aðrir íbúar blokkarinnar fara í taugarnar á honum. Allt er komið á skjön og við það ýkjast helstu gallar Felix, fordómar hans og ofsóknaræði, þrjóska og þráhyggja. Fyrir utan Felix og Klöru, koma ýmsar persónur við sögu, börnin Erla (Hrefna) og Halli (Halldór Gylfa) koma nokkrum sinnum í heimsókn, hressu hárskera-hjónunum Mæju (Ragnheiði Steindórs) og Reyni (Arnari Jóns) bregður reglulega fyrir, rétt eins og Tobbu (Þórhildi Þorleifs), systur Klöru, sem þolir ekki Felix. Þegar á nýja heimilið er komið taka dellur Felix yfir og þráast hann við að framfylgja þeim. Yfirleitt fær ein della sviðsljósið í hverjum þætti. Í þriðja þætti rannsakar Felix hver ók á pappakassa með tímaritum sem hann geymdi í bílakjallaranum, í fjórða þætti heimsækir Felix lækni vegna risvandræða og í þeim fimmta á Felix að syngja með kór sínum á Sóheimum en er allan tímann kvíðinn og stressaður eftir að hafa lánað barnabarninu Gylfa (Jakobi) bíl. Þegar komið er á seinni hluta seríunnar kemur nokkuð upp á sem breytir dýnamíkinni á heimilinu og aukast vandræði Felix þá til muna. Fyndnustu augnablik seríunnar koma í síðustu þáttunum. Dramatíkin eykst þó líka þegar vandamál þeirra hjóna, drykkja Klöru og tillitsleysi Felix, eru ávörpuð og þau þurfa að takast á við þau. Við þurfum að tala um Felix Stærsti galli þáttanna er sjálfur Felix sem gleypir allt súrefni sögunnar. Felix minnir um margt á gamlan Georg Bjarnfreðarson nema heiftin og hrokinn hefur vikið fyrir almennu nöldri. Felix er hreinlega of leiðinlegur, hann er fordómafullur, ofsóknaróður, klaufskur, erfiður í samskiptum og almennt mjög ósjarmerandi. Lengst af finna áhorfendur ekki fyrir neinum blíðleika, húmor eða einhverju sem á að gefa honum einhverja jákvæðari dýpt. Það er ekki fyrr en undir lok seríunnar sem hann verður skyndilega auðmjúkur, huggulegur og hlýr. Sú breyting fannst mér fullbrött af því undirbyggingin gegnum seríuna er sáralítil. Höfundat vekja ekki nægilega mikla samúð með Felix til að maður nenni að horfa á hann. En það er vel hægt að vera með leiðinlega persónu ef þú skapar skapar skemmtilega framvindu í kringum hana. Lengst af fylgja þættirnir nokkuð skýrri formúlu: Felix fer með mónólóg í formi bréfs til einhverrar stofnunar, hann fær síðan einhverja flugu í hausinn og þrjóskast við að framfylgja henni þar til að Klara skammar hann á endanum. Uppákomurnar eru ágætlega fjölbreyttar en mér leið eins og ég væri að horfa á mismunandi útgáfur af sömu sögunni. Strax í þriðja þætti vorum við hjónin orðin leið á upphafsmónólógum Felix (sem eiga að vera leiðinlegir upp að ákveðnu marki). Í þeim þætti kemur sömuleiðis fyrir sena þar sem hjónin liggja upp í rúmi og eru að kýta um það hvort Felix sé handlaginn eða ekki. Við vorum ekki komin nema á þriðja þátt og fannst við hafa hlustað á sambærilegt samtal ótal sinnum. Drykkja Klöru eykst þegar í blokkina er komið. Þættirnir hefðu sömuleiðis getað heitið Felix því hann fær allt plássið í sögunni. Meðan áhorfendur fylgjast með dellum Felix situr Klara algjörlega á hakanum. Hún er tenging hjónanna við umheiminn, börn þeirra og aðra íbúa, en helsta hlutverk hennar er þó að skamma Felix. Mér leið eins og samskipti þeirra væru ekki annað en skammir hennar og kvartanir hans. Gott er að undirstrika ákveðna hluti með endurtekningu en hér verður það einum of. Þegar samtölin sneru svo að hversdagslegum hlutum var stundum eins og ókunnugar manneskjur væru að ræða saman. Ástæðan fyrir því að Georg virkaði svo vel í Vaktaseríunum var dýnamíkin sem varð til í samskiptum hans við Daníel og Ólaf. Hér eru samskiptin einhliða, grunn og áhorfendur fá enga tilfinningu fyrir því hvað dró þau hjónin saman eða hvernig manneskja Klara er. Felix skammast í Halla. Aukapersónur seríunnar eru sömuleiðis vannýttar. Dóri Gylfa er góður sem mislukkaði sonurinn Halli en kemur alltof lítið við sögu, Arnar Jónsson er góður sem hinn daðurslegi Reynir en samskiptin við hann eru frekar grunn og Þórhildur Þorleifs er frábær sem systirin Tobba. Gaman hefði verið að sjá persónugallerýið nýtt betur og það hefði um leið getað brotið upp á einhæfnina. Delluhegðun Felix nær ákveðnum hápunkti í sjötta þætti þegar hann fer bæði að safna ógrynni borðspila og ákveður að taka sjálfur slátur og gera þorramat. Felix fer yfir strikið sem endar með því að Klara slasast og þarf að fara á spítala. Um tíma er Felix aleinn á heimilinu og kemur þá enn betur í ljós hvað hann er ósjálfbjarga og vitlaus. Ýmsar senur tengdar þessu bjargarleysi eru með þeim bestu í seríunni. Í síðustu þáttunum krefur Klara hann um breytingar ellegar muni hún ekki snúa aftur heim. Hann er áfram jafnþver, fussar yfir hegðun Klöru og barmar sér við Hrefnu. Eins og fingri sé smellt breytist Felix á einu augnabliki og ákveður að bæta upp fyrir fyrri skissur og bæta sig sjálfur. Þetta virkar vel til að ljúka sögunni en vendipunkturinn er alveg óskýr sem grefur undan breytingunni. Sannfærandi og vel gerður heimur Þó ég kvarti dálítið undan persónunum og framvindunni ber að hrósa heildarútliti þáttanna. Förðun, búningar, leikmynd, tónlist og myndataka mynda saman sannfærandi heim. Förðun og gervi þáttanna er fyrsta flokks, Kristín Júlía Kristinsdóttir sér um gervin í heild meðan Thomas Foldberg og Ásta Hafþórsdóttir sjá um gervi Felix. Vel tekst að umbreyta tæplega sextugum Jóni í áttræðan Felix þó svipbrigði hans og tjáning skerðist nokkuð. Gervi Eddu er enn betra þó það sé ekki eins umfangsmikið og svo koma gervi ákveðinna smákaraktera mjög vel út, svartlitað hár Halla, toppurinn á Tobbu og bifvélavirkjarnir tveir sem Felix ruglar saman. Förðunin í þáttunum er fyrsta flokks, búningarnir heilt yfir fínir og leikmyndin ansi góð. Búningarnir hjá Helgu Rós V. Hannam eru ágætir, sérstaklega klæðnaður þeirra hjóna og annarra eldri borgara sem koma við sögu. Að vísu fannst okkur hjónum stinga smá í stúf hvað barnabörn þeirra hjóna virka úr takt við samtímann, Mæja litla (Móeiður Ronja) klæðist alltaf einhvers konar blazer og Gylfi er klipptur út úr sjöunda áratugnum. Leikmynd Huldu Helgadóttur virkar ekki ýkja flókin en er sannfærandi. Þættirnir gerast aðallega á heimilum þeirra hjóna, fyrst í gamla húsinu og síðan í blokkinni en auk þess koma ýmiss önnur rými við sögu. Maður fær tilfinningu fyrir því að pælt hafi verið í smáatriðum, samanber draslið á skrifstofu Felix, bílamyndirnar heima hjá þeim í byrjun, borðspiladraslið sem hann sankar að sér. Felix gleypir allt súrefnið og aðrir komast ekki að. Myndataka Árna Filippussonar er áreynslulaus. Senurnar eru mikið til kyrrstæðar samtalssenur og þá eru ýmist víðskot eða nærmyndir af persónum og skipt hæfilega þar á milli. Einstaka sinnum fá áhorfendur meiri krúsídúllur þar sem myndavélinni er stillt upp á skemmtilegum sjónarhornum, til dæmis inni í flutningabíl þegar þau eru að flytja eða þar sem ófókúseraður Felix stígur inn í fókusinn og svo út úr rýminu. Tónlist þáttanna er samin af Mugison sem gerir frábærlega með glaðlegum og skrípó tónum. Upphafsstef þáttanna minnti mig á einhverja blöndu af spæjaratónlist og sirkúsglamri, ankannalegt en taktvisst. Heilt yfir bætti tónlistin kærkomnum léttleika við seríu sem á til að verða fullþurr og hæg. Niðurstaða Felix og Klara hefðu allt eins getað heitið Felix því tollvörðurinn fyrrverandi gleypir alla söguna. Persónusköpun Klöru situr á hakanum, hún birtist áhorfendum sem tvívíður karakter og samskipti hjónanna eru yfirborðskennd. Felix er einn leiðinlegast karakter sem maður man eftir, hann er vissulega hlægilegur og lendir í ýmsum fyndnum uppákomum. Gott hefði verið að veita leiðindunum smá mótvægi, annað hvort með votti af jákvæðni eða með því að styrkja persónugallerýið og dýnamík persónanna. Þegar dramað tekur yfir grínið finnst manni höfundarnir ekki hafa unnið nægilega fyrir persónubreytingum söguhetjunnar. Þó kvarta megi yfir aðalpersónunum tveimur og hluta framvindunnar fá áhorfendur gullmola inn á milli. Æðisgenginn kvíði Felix yfir því að hafa lánað barnabarninu bíl sinn er kostulegur, sápu-krem Felix er geggjað grín og bifvélavirkjaruglingurinn undir lok seríunnar er algjörlega stórkostlegur. Útlit þáttanna er heildsætt og sannfærandi, þar sameinast frábær förðun, fínir búningar, geggjuð leikmynd og góð myndataka, svo ekki sé minnst á stórkostlega tónlist Mugisons.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01 Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fékk veipeitrun Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03
Balta bregst bogalistin Þrátt fyrir góðan efnivið í ólgandi innanríkisátökum um ensku krúnuna á 11. öld tekst Baltasar Kormáki og meðframleiðendum hans ekki að vinna úr því spennandi þætti. Stirð framvinda, grunnar persónur og áferðarljótt útlit spila þar stóra rullu. 5. september 2025 07:00